Draumur að búa á Tenerife

Unnur María ásamt syni sínum sem nýlega náði sér í …
Unnur María ásamt syni sínum sem nýlega náði sér í alþjóðleg köfunarréttindi. Ljósmynd/Unnur María Pálmadóttir

Þau höfðu ferðast nokkr­um sinn­um þangað áður og líkað vel, og ákváðu að lok­um að taka stökkið og prófa að búa á þess­ari sól­ríku eyju. Hún seg­ir kost­inn við að búa á eyj­unni sé óneit­an­lega vera góða veðrið og minna stress, þar sè stutt að fara á milli staða og að fjöl­skyld­an ferðist mikið og skoði sig um. Þau mæli með að leigja bíl fyr­ir þá sem eru að koma og keyra hring­inn í kring­um eyj­una. „Það er lítið mál að keyra hann á ein­um degi og heim­sækja í leiðinni litla smá­bæi þar sem færri ferðamenn séu að finna,“ seg­ir Unn­ur María en hún og fjöl­skyld­an býr á Costa Adeje sem er rétt fyr­ir ofan Duque strönd­ina. 

Hver er eft­ir­læt­is veit­ingastaður­inn þinn á svæðinu?

„Okk­ur finnst mjög gam­an að prufa nýja staði, en eig­um þó nokkra upp­á­halds.  Í gamla bæn­um í Los Cristianos er lít­ill nota­leg­ur pizz­astaður sem heit­ir 500 Gra­di, svoldið óhefðbund­inn og mjög góður. La Tor­re del Mira­dor við Duque strönd­ina er ynd­is­leg­ur líka og róm­an­tísk­ur. Mæli með að panta borð með út­sýni yfir sjó­inn og vera kom­in rétt fyr­ir sól­set­ur. Önd í app­el­sínusósu og gott hvít­vín með stein­ligg­ur.“

Mæl­irðu með ein­hverri skemmti­legri afþrey­ingu ?

„Köf­un og Jet ski! Við höf­um mik­inn áhuga á allskyns æv­in­týr­um, ég og son­ur minn vor­um ekki lengi að skrá okk­ur í köf­un. Það var meiri­hátt­ar gam­an að kafa með skjald­bök­um, hann var þó mun bratt­ari en mamma sín, kafaði niður eina 12 metra, tók sig svo til og fór í fram­hald­inu í köf­un­ar­nám og náði sér í alþjóðleg Padi rétt­indi. Næst á dag­skrá hjá okk­ur er að prufa Kite surf og fara að snorkla. Held að ég láti hann ekki plata mig í Paragliding, alla­vega ekki strax.“

Unnur María horfir yfir Teresitas ströndina.
Unn­ur María horf­ir yfir Teresi­tas strönd­ina. Ljós­mynd/​Unn­ur María Pálma­dótt­ir

Hvernig lít­ur drauma­dag­ur út í borg­inni?

„Drauma­dag­ur væri að fara með fjöl­skyld­unni og vin­um aðeins út fyr­ir bæj­ar­mörk­in og keyra upp í Masca.Taka með teppi, gott nesti, fót­bolta og vera úti í nátt­úr­unni. Stoppa svo í baka­leiðinni í Pu­erto de Santiago, fara í stutta sigl­ingu og skoða Los Gig­an­tes hell­ana. Setj­ast svo niður á góðan veit­ing­arstað og rölta um gömlu höfn­ina. Mjög flott að horfa upp í fjallið og sjá hvernig hús­in eru byggð inn í klett­ana.“

Hver er þín lík­ams­rækt?

„Ég tók ákvörðun fljót­lega eft­ir að ég kom út að æfa ekki inni í lík­ams­rækt­ar­stöð held­ur nota góða veðrið sem er alla daga og hreyfa mig úti. Svo ég fer út að skokka alla­vega 2-3 morgna í viku, það er þó al­gjört lyk­il­atriði að vera snemma á ferðinni því eft­ir kl 10 er eig­in­lega orðið of heitt til að hlaupa. Ég er for­fall­in fjalla­geit svo ég veit fátt skemmti­legra en að vera ein­hverstaðar uppi á fjalli að labba og með mynda­vél­ina á lofti, hef náð að sam­eina þessi tvö áhuga­mál al­veg þarna, en eyj­an er ein­stak­lega heppi­leg­ur áfangastaður fyr­ir fjall­göngu­fólk og ljós­mynd­ara. Einnig hef ég mjög gam­an af því að fara í Jóga og Pila­tes tíma á strönd­inni og hef tekið all­ar vin­kon­ur mín­ar með þegar þær hafa komið. Það er hrein­lega ekki hægt að byrja dag­inn bet­ur.“ 

Jóga og Pilates ástundun við ströndina er algjör draumur.
Jóga og Pila­tes ástund­un við strönd­ina er al­gjör draum­ur. Ljós­mynd/​Unn­ur María Pálma­dótt­ir

Hvað er ómiss­andi að sjá á Teneri­fe?

„Eyj­an hef­ur upp á svo ótrú­lega margt að bjóða. Per­sónu­lega finnst mér al­gör­lega ómiss­andi að fara aðeins út fyr­ir ferðamanna­svæðið og keyra um eyj­una. Heim­sækja Masca, Nátt­úru­laug­arn­ar í Garachico, Santiago del Teide, La Lag­una og Los Gig­an­tes.  Held að Masca standi samt al­veg upp úr, Ofboðslega fal­leg­ur staður og mik­il saga. Nátt­úr­an breyt­ist mjög mikið þegar keyrt er á vest­ur­hlut­ann á eyj­unni, allt mun grænna og fjöl­breytt­ari gróður. Fyr­ir fjöl­skyldu­fólk er eig­in­lega al­veg ómiss­andi að fara í Siam Park vatns­leikjag­arðinn, hann er mjög vin­sæll á okk­ar heim­ili.“

Fagurt er um að líta á eyjunni sólríku.
Fag­urt er um að líta á eyj­unni sól­ríku. Ljós­mynd/​Unn­ur María Pálma­dótt­ir

Hvað er áhuga­vert að ger­ast á eyj­unni á næst­unni?

„Ég er mjög spennt fyr­ir Teneri­fe Walk­ing festi­val sem haldið er í lok maí. Þar verður boðið upp á 14 mis­mun­andi göngu­leiðir með leiðsögu­mönn­um, um mörg áhuga­verð svæði, t.d Maca, Teide ofl. Mig lang­ar að ná sem flest­um göng­um þessa daga.“

Fyr­ir þá sem hafa áhuga er hægt að fylgj­ast með Unni Maríu og ferðalög­um henn­ar um eyj­una á Face­book síðunni Íslend­ing­ar á Teneri­fe. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert