Minningar sem endast til himnaríkis

Alexía Björg, Edda, Jói og Guðmundur.
Alexía Björg, Edda, Jói og Guðmundur. Ljósmynd/Aðsend

Það er óút­reikn­an­legt veður úti og skipt­ist á sól, hríð og slydda, allt á sama kort­er­inu. Íslenski vet­ur­inn berst hat­ramm­lega fyr­ir lífi sínu en það er sann­ar­lega sól­skin hinum meg­in á lín­unni þegar ég slæ á þráðinn þvert yfir heim­inn, alla leið til Suður-Am­er­íku. Al­exía Björg Jó­hann­es­dótt­ir og Guðmund­ur Stein­gríms­son pökkuðu niður ör­fá­um flík­um snemma á ár­inu, gáfu ís­lenska vetr­in­um langt nef og héldu af stað til Suður-Am­er­íku með börn­in tvö, þau Jóa og Eddu.

„Við erum núna stödd á stað sem heit­ir Baños í Ekvador en við vor­um að koma úr fjöll­un­um þar sem við vor­um í nokkra daga í engu net­sam­bandi, sem var bara dá­sam­legt. Við fór­um á hest­bak og í fjall­göngu en í Ekvador höf­um við verið í viku, tíu daga,“ seg­ir Al­exía og nefn­ir að ferðin sé um það bil hálfnuð og allt hafi gengið að ósk­um.

Ekvador er fjórða landið af níu sem þau hyggj­ast heim­sækja á þessu sex mánaða bak­poka­ferðalagi. Lönd­in níu eru Kosta Ríka, Panama, Kól­umbía, Ekvador, Perú, Bóli­vía, Síle, Arg­entína og Úrúg­væ og dvelja þau að meðaltali þrjár vik­ur í hverju landi.

Elst og yngst

Fjöl­skyld­an er með afar lít­inn far­ang­ur; aðeins einn bak­poka á mann. „Það er dá­sam­legt hvað maður þarf lítið í lífínu; maður þarf bara fólkið sem maður elsk­ar,“ seg­ir Al­exía, sem svar­ar blaðamanni fyr­ir hönd fjöl­skyld­unn­ar.

„Maður þarf ekki neitt og svo erum við alltaf bara í sömu föt­un­um sem við get­um þvegið. Svo er einn lít­ill gít­ar með í för sem Gummi spil­ar á,“ seg­ir hún.

Al­exía seg­ir þau hafa gist á ýms­um teg­und­um gisti­staða, allt frá hót­el­um til hostela og jafn­vel hafa þau leigt sér Airbnb-íbúð. „Nú erum við á hosteli sem lík­ist Kex-hostel­inu heima. Við erum elst og börn­in okk­ar eru yngst,“ seg­ir hún og hlær. „Það hef­ur eig­in­lega reynst okk­ur best að vera á Airbnb því oft með hót­el­in fær maður ekki það sem maður bjóst við. Við höf­um verið fjög­ur öll kram­in í pínku­litlu her­bergi,“ seg­ir hún og hlær.

„Þegar við erum í stór­borg­um ger­um við aðeins bet­ur við okk­ur og velj­um Airbnb þar sem hægt er að þvo og krakk­arn­ir fá meira pláss,“ seg­ir hún en hjón­in höfðu skipu­lagt gist­ingu fyrstu tvo mánuðina heim­an frá en plana nú fram­haldið smátt og smátt. „Við fáum svo mikið af góðum ráðlegg­ing­um frá fólki sem við kynn­umst á leiðinni, við erum alltaf að hitta aðra ferðalanga sem eru kannski að koma frá stöðunum sem við erum að fara til.“

Spurð um upp­á­halds­landið seg­ir Al­exía erfitt að gera upp á milli þeirra landa sem þau hafa komið til. „Við höf­um eign­ast svo æðis­leg­ar minn­ing­ar frá öll­um þess­um lönd­um. Ég held samt að það land sem hafi komið mér mest á óvart sé Panama. Það al­gjör­lega heillaði mig. Son­ur minn sagði að við ætt­um minn­ing­ar þaðan sem við mynd­um enn tala um þegar við vær­um kom­in til himna­rík­is!“ seg­ir hún og hlær.

„Þar gist­um við á lít­illi eyju og upp­lifðum ótrú­lega magnaða hluti sem erfitt verður að toppa.“

Ævintýrin eru á hverju strái; fjölskyldan prófaði að snorkla.
Ævin­týr­in eru á hverju strái; fjöl­skyld­an prófaði að snorkla. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað gerðuð þið þar sem var svona sér­stakt?

„Við gist­um í litlu húsi sem var búið til úr flugna­neti og vor­um inni í skógi en al­veg við strönd­ina. Við gát­um opnað dyrn­ar og hoppað út í sjó og snorklað við æðis­legt kór­alrif. Svo voru eng­ir vegg­ir, nema bara net, þannig að maður sá út og við vor­um í svo mik­illi ná­lægð við nátt­úr­una, og allt var full­kom­lega um­hverf­i­s­vænt á þess­um stað,“ seg­ir hún. „Eitt kvöldið var al­gjör­lega magnað! Þarna má finna sjálflýs­andi svif í sjón­um sem lýs­ist upp í myrkr­inu. Við fór­um þarna tíu manna hóp­ur eitt kvöldið og stukk­um út í sjó. Um leið og maður hreyf­ir sig í sjón­um í myrkr­inu lýs­ist allt upp. Þetta var eins og í Disney-bíó­mynd, al­gjör­lega klikkað! Að vera þarna í myrkr­inu með mann­in­um sín­um og börn­un­um tveim­ur og sjá þetta lýs­ast upp; þetta er það magnaðasta sem ég hef upp­lifað fyr­ir utan að fæða barn. Þetta var ógleym­an­legt, eins og að vera stadd­ur inni í óraun­veru­leg­um æv­in­týra­heimi. Þess vegna á Panama mjög sér­stak­an stað í hjart­anu.“

Læra á lífið

Al­exía seg­ir dag­ana mis­jafna; suma daga er æv­in­týra­mennsk­an í fyr­ir­rúmi en aðra daga er slakað á. „Við erum líka með vinnu­daga þar sem krakk­arn­ir læra stærðfræði og við vinn­um að ýms­um verk­efn­um. Við Gummi erum bæði sjálf­stætt starf­andi og get­um unnið hvar sem er í tölv­un­um. Svo höf­um við yf­ir­leitt eitt­hvað fyr­ir stafni á hverj­um stað, í Kosta Ríka lærðum við öll á brimbretti og í Panama fór­um við öll á spænsku­nám­skeið og erum far­in að skilja heil­mikið,“ seg­ir hún. „Svo höf­um við farið í aparólu yfir heilu dal­ina, í fjall­göng­ur og á hest­bak,“ seg­ir hún.

Krakkarnir þurfa stundum að læra heima og þá sérstaklega stærðfræði.
Krakk­arn­ir þurfa stund­um að læra heima og þá sér­stak­lega stærðfræði. Ljós­mynd/​Aðsend

„Núna erum við á leiðinni til Galapagos þar sem við ætl­um að snorkla og skoða dýr­in. Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur fyr­ir börn­in. Þau eru að læra á lífið í leiðinni og þeim finnst voða gam­an. Þau sakna auðvitað vina sinna en þau eru dug­leg að hafa sam­band yfir netið. Son­ur minn send­ir bekkn­um sín­um reglu­lega bréf og skæp­ar við þau. Þannig að þetta er líka kennsla í landa­fræði, fyr­ir hann og all­an bekk­inn, í leiðinni,“ seg­ir Al­exía.

Pítsa með naggrís

Al­exía nefn­ir að kenn­ar­ar krakk­anna hafi hvatt þau til að upp­lifa sem mest og ekki eyða of mikl­um tíma í heima­lær­dóm. Nóg myndu þau læra samt! „Þetta finnst okk­ur frá­bært viðhorf hjá skól­un­um, Mela­skóla og Haga­skóla. Það líður ekki sá dag­ur að börn­in, og við öll, lær­um ekki eitt­hvað nýtt. Heim­ur­inn er risa­stór skóla­stofa.“

Fátt hef­ur komið upp á sem hef­ur sett strik í reikn­ing­inn nema hvim­leið moskítóbit og ein­staka magapína en þau hafa passað vel upp á hvað þau borða. „Mat­ur­inn hér er geggjaður og við erum far­in að þora að smakka meira með hverri vik­unni og hverju land­inu. Hérna í Ekvador er naggrís mjög al­geng­ur mat­ur. Um dag­inn var hér pítsu­kvöld og hægt var að velja marga­rítu eða pítsu með naggrís,“ seg­ir hún og hlær. „Við ákváðum að sneiða hjá naggrísn­um!“

Hjónin Guðmundur og Alexía njóta sín vel á suðrænum slóðum.
Hjón­in Guðmund­ur og Al­exía njóta sín vel á suðræn­um slóðum. Ljós­mynd/​Aðsend

Al­exía seg­ir ferðina dá­sam­lega í alla staði og nefn­ir að lönd­in í Suður-Am­er­íku séu alls ekki hættu­leg. Hún seg­ir marga hafa varað þau við hætt­um en sjálf seg­ist hún ekki upp­lifa neitt annað en vel­vild heima­manna og ör­yggi hvert sem þau fara, enda séu þau held­ur ekki að taka neina óþarfa áhættu eða ana út í óvissu. Al­exía myndi ekki hugsa sig tvisvar um ef hún fengi fleiri tæki­færi til að ferðast á þenn­an máta.

„Ég myndi hik­laust mæla með svona ferð; þetta er það gáfu­leg­asta sem við höf­um gert í líf­inu. Þetta er svo hollt og gott og það er svo gam­an að vera svona mikið með börn­un­um. Ég er að kynn­ast þeim á ann­an hátt. Og svo er ynd­is­legt að sjá ver­öld­ina.“

Hægt er að fylgj­ast með ferðalag­inu á vertu­uti.is og einnig á in­sta­gramsíðunni gus­l­extra­vel.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert