Einfaldasta leið mannsins til að fljúga

Nemendur á svifvængjaflugnámskeiði setja sig í stellingar.
Nemendur á svifvængjaflugnámskeiði setja sig í stellingar. Ljósmynd/Fisfélag Reykjavíkur

„Það má finna flug­veður nán­ast hvern ein­asta dag þar sem við erum með svo mikið af fjöll­um, hæðum og hól­um ná­lægt okk­ur og oft­ast er stutt að keyra út úr rign­ing­unni eða rok­inu. Auðvitað má rokið ekki vera of mikið, en ekki held­ur of lítið. Það er nú ekki fyrr en maður fer að stunda svif­vængja­flug að maður kemst að því að það er stund­um logn á Íslandi.“

Í kvöld mun Fis­fé­lag Reykja­vík­ur vera með kynn­ingu á íþrótt­inni og kom­andi nám­skeiðum sem fara fram í Reykja­vík og á Vík. „Við segj­um aðeins frá svif­vængja­flugi al­mennt og und­ir­grein­um þess. Mynd­ir segja meira en þúsund orð svo við ætl­um að sýna mikið af gull­fal­leg­um mynd­brot­um, aðallega frá Íslandi, en líka er­lend­is frá.“

Frjáls eins og fuglinn fljúgandi.
Frjáls eins og fugl­inn fljúg­andi. Ljós­mynd/​Fis­fé­lag Reykaj­vík­ur

Aðspurð hvað sé svona spenn­andi við íþrótt­ina seg­ir Aníta svif­vængja­flug vera ein­föld­ustu leið manns­ins til að fljúga. „Flugg­ræj­an pakk­ast í bak­poka sem þú get­ur svo arkað með á næsta fjall eða hvert sem er út í heim á ferðalagi. Nokkr­ar mín­út­ur að rigga og kom­ast í loftið, og svíf­ur svo stutt eða langt, hratt eða hægt, hátt eða lágt, eft­ir því hvar þitt áhuga­svið ligg­ur. Fjöl­marg­ar und­ir­grein­ar íþrótt­ar­inn­ar, til dæm­is ró­legt haf­goluflug inn í sól­setrið, hraðflug á skíðum yfir sprung­ur og dali, hita­upp­streym­is­flug í 2.000 metra hæð í frönsku ölp­un­um, san­dölduflug við Þor­láks­höfn í 5 metra hæð, list­flug og fleira, gera það að verk­um að þetta hent­ar ólíku fólki. Á nám­skeiðin kem­ur fólk á öll­um aldri og af öll­um kynj­um úr öll­um átt­um og sam­ein­ast um flugá­stríðuna. Suma hef­ur dreymt um að fljúga frá því þeir voru börn,“ seg­ir hún og bæt­ir við að „svif­vængja­flug er fyr­ir alla sem hafa áhuga á að upp­lifa nýja vídd í úti­vist, svífa yfir gull­fal­leg landsvæði og upp­lifa landið frá öðru sjón­ar­horni eða spít­ta á skíðum yfir áður ófær svæði.“

Kynn­ing­in verður hald­in á Loft hostel, Banka­stræti 7, og byrj­ar stund­vís­lega klukk­an 20.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert