Ævintýraleg fjölskylduhelgi á Húsavík

Ljúf stund í Geo Sea sjóböðunum.
Ljúf stund í Geo Sea sjóböðunum. Ljósmyndari/Anna Margrét

Við fjöl­skyld­an fór­um í slíka ferð um síðustu helgi til bæj­ar­ins fagra í norðri til þess að fara í hvala­skoðun og dýfa okk­ur ofan í heitu sjó­böðin.

Það tek­ur aðeins fimm­tíu mín­út­ur að fljúga til Húsa­vík­ur með Flug­fé­lag­inu Erni sem er staðsett Naut­hóls­vík­ur­meg­in við Reykja­vík­ur­flug­völl. Það er jafn­framt mjög skemmti­leg reynsla að fljúga með dimm­bláu Jet­stream 32-vél­inni þeirra norður og njóta út­sýn­is­ins yfir há­lendið á leiðnni. Örnefnið Húsa­vík er talið vera það elsta á Íslandi en hún var nefnd af Garðari Svavar­syni, sænsk­um vík­ingi sem sigldi til Íslands árið 860 og hafði þar vet­ur­setu. Húsa­vík er orðinn vin­sæll áfangastaður fyr­ir ferðamenn, bæði mark­ar hún upp­haf hins svo­kallaða Dem­ants­hrings en hann er veg­ur sem ligg­ur frá bæn­um að Ásbyrgi og Hljóðaklett­um og þaðan að Detti­fossi sem er kraft­mesti foss Evr­ópu. Húsa­vík er einnig orðin þekkt á heimsvísu sem hvala­skoðun­ar­borg en þar er mjög al­gengt að sjá stór­hveli eins og langreyð og hnúfu­bak sem óal­gengt er að sjá í hvala­skoðun fyr­ir sunn­an.

Við lent­um á föstu­dags­eft­ir­miðdegi í Húsa­vík og þaðan lá leiðin frá flug­vell­in­um á Foss­hót­el Húsa­vík en það er nú­tíma­legt ráðstefnu­hót­el í hjarta bæj­ar­ins. Hót­elið er vina­legt og fjöl­skyldu­vænt en það býður einnig upp á ráðstefnu-, veislu- og fund­ar­sali sem rúma allt að 350 manns. Eft­ir stutta göngu­ferð að höfn­inni og inn­lit í brugg­hús Húsa­vík­ur, Húsa­víkuröl á Héðins­braut, ákváðum við að snæða á hót­el­inu. Hval­ir og hafið setja svip sinn á inn­rétt­ing­arn­ar á barn­um og veit­inga­saln­um sem heit­ir ein­mitt Moby Dick. Sjö ára dótt­ir mín var al­sæl með flott­an barna­seðil og liti sem hún fékk og við feng­um ljúf­fenga og fal­lega fram­setta hrein­dýra­ham­borg­ara á meðan sú stutta fékk sér frá­bæra súr­deig­spizzu og þjón­usta var til fyr­ir­mynd­ar. Við fór­um snemma í hátt­inn enda lang­ur og spenn­andi dag­ur fram und­an næsta dag.

Fosshótelið á Húsavík.
Foss­hót­elið á Húsa­vík. Ljós­mynd/​Anna Mar­grét

Eft­ir vel úti­lát­inn morg­un­verð á laug­ar­dags­morgni fór­um við niður að höfn­inni en við átt­um bókaða sigl­ingu með hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­inu Gentle Gi­ants. Fyr­ir­tækið hef­ur boðið upp á hvala­skoðun frá Húsa­vík síðan 2001 um Skjálf­anda­flóa en það býður einnig upp á ferðir með hraðbát og sjó­stanga­veiðiferðir. Veðrið var dá­sam­legt, him­inn­inn blár og sól­in skein en þrátt fyr­ir það sem leit út fyr­ir að vera blanka­logn sagði þýski leiðsögumaður­inn á bátn­um okk­ur að sjór­inn væri úf­inn þegar út í fló­ann væri komið og mik­ill öldu­gang­ur. Við ákváðum að gleyma öll­um áhyggj­um um sjó­veiki og klædd­um okk­ur í sam­fest­inga til þess að halda á okk­ur hlýju á hafi úti.

Fjölskyldan í hvalaskoðun.
Fjöl­skyld­an í hvala­skoðun. Ljós­mynd/​Anna Mar­grét

Bát­ur­inn þeyst­ist upp og niður eft­ir öld­un­um en sem bet­ur fer var það bara spenn­andi og eng­inn fann fyr­ir sjó­veiki. Inn­an skamms sáum við hóp höfr­unga stinga sér upp úr sjón­um við sjón­deild­ar­hring­inn, og ekki leið á löngu þar til tvær langreyðar syntu vinstra meg­in við bát­inn og komu upp til að anda. Þetta var stór­feng­leg sjón enda er þessi hvala­teg­und sú næst­stærsta í heimi á eft­ir steypireyð. Skömmu síðar elti bát­ur­inn þrjá hnúfu­baka um stund og það var dá­sam­legt að sjá þá stinga sér upp úr yf­ir­borðinu og sjá fal­leg­an hvít­an sporðinn standa upp úr hafflet­in­um um stund. Dótt­ir mín var svo glöð að sjá þessi stóru spen­dýr rétt við bát­inn að hún táraðist af gleði og spenn­ingi og ákvað að hval­ir væru hér eft­ir upp­á­halds­dýr­in henn­ar. Frá­bær og eft­ir­minni­leg sigl­ing í alla staði.

Eft­ir há­degi ákváðum við að fara í GeoSea-sjó­böðin en það er hægt að fara þangað með leigu­bíl eða ganga í um það bil fimmtán mín­út­ur. Þau eru staðsett uppi á höfðanum og skarta stór­feng­legu út­sýni yfir Skjálf­anda­flóa. Hús­vík­ing­ar hafa lengi notað jarðhit­ann til baða og þvotta en þegar borað var eft­ir vatni á Húsa­vík­ur­höfða um miðja síðustu öld kom í ljós að það var sjór sem var of steinefna­rík­ur til að nota til þess að hita hús. Gömlu ostak­ari var komið fyr­ir þar, sem heima­menn notuðu ára­tug­um sam­an til að lauga sig í enda þótti sjór­inn vera alla meina bót, sér­stak­lega fyr­ir fólk með psori­asis.

Sjóböðin eru staðsett upp á höfðanum og skarta stórfenglegu útsýni …
Sjó­böðin eru staðsett upp á höfðanum og skarta stór­feng­legu út­sýni yfir Skjálf­anda­flóa. Ljós­mynd/​Anna Mar­grét

Nýju sjó­böðin opnuðu í fyrra og eru ein­stak­lega fal­lega hönnuð þar sem þau bera við him­in­inn og hafið og nán­ast renna sam­an við nátt­úr­una. Það var ein­stök upp­lif­un að renna út í hlýtt og nota­legt vatnið og horfa yfir sjó­inn og fjalla­hring­inn. Hita­stigið á böðunum er aðeins mis­mun­andi svo all­ir geti fundið eitt­hvað við sitt hæfi og svo er líka bar al­veg upp við böðin og hægt að synda að hon­um og fá sér ávaxta­safa, gos eða Húsa­víkuröl. Einnig er hægt að snæða á GeoSea-veit­ingastaðnum sem býður upp á heima­lagaðar súp­ur og brauð. 

Eft­ir þenn­an viðburðaríka dag úti í nátt­úr­unni héld­um við svo aft­ur á hót­elið þar sem við snædd­um dýr­ind­is tveggja rétta kvöld­verð. 

Á sunnu­deg­in­um feng­um við að heim­sækja Könn­un­ar­sögu­safn Íslands en þar hef­ur Örlyg­ur Hnef­ill Örlygs­son komið á fót stór­merki­legu safni sem er meðal ann­ars til­einkað geim­förun­um sem flugu með Appollo 11 til tungls­ins og æfðu fyr­ir þá frægu ferð á Íslandi. Á safn­inu er að finna minja­gripi frá Appollo-leiðangr­in­um en einnig er hluti safn­ins til­einkaður ferðum á pól­inn, könn­un­ar­leiðöngr­um á hafs­botn og í hella. Skemmti­legt safn fyr­ir alla ald­urs­hópa. 

Til­boð Flug­fé­lags­ins Ern­is og Foss­hót­el Reykja­vik stend­ur fram í lok mánaðar­ins og innifalið er flug báðar leiðir frá Reykja­vík til Húsa­vík­ur, gist­ing í Deluxe-her­bergi og tveir miðar í GeoSea.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert