Banna skoðunarferðir um rauða hverfið

Blátt bann verður lagt við skipulögðum skoðunarferðum um rauða hverfið …
Blátt bann verður lagt við skipulögðum skoðunarferðum um rauða hverfið í Amsterdam. Ljósmynd/Pixabay

Hún á sér þó ýms­ar skugga­hliðar sem birt­ast í eit­ur­lyfja­neyslu og vændis­kaup­um. Rauða hverfið svo­kallaða er þekkt svæði fyr­ir hvort tveggja og vin­sælt að skoða hjá ferðamönn­um, þar má til að mynda skoða vænd­is­fólk í búðar­glugg­um eins og hverja aðra vöru.

Vændisfólk er ekki sýningargripir fyrir ferðamenn.
Vænd­is­fólk er ekki sýn­ing­ar­grip­ir fyr­ir ferðamenn. Ljós­mynd/​Flickr

Borg­ar­yf­ir­völd í Amster­dam und­ir­búa nú blátt bann við skipu­lögðum skoðun­ar­ferðum um hverfið til að sporna við ágangi ferðamanna auk þess sem yf­ir­völd líta svo á að vænd­is­fólk sé ekki sýn­ing­ar­grip­ir fyr­ir ferðamenn. Bannið tók að hluta til gildi núna í apríl en þá var sett bann við skoðun­ar­ferðum eft­ir klukk­an sjö á kvöld­in. Frá og með 1. janú­ar 2020 verður bannað með öllu að vera með skipu­lagðar skoðun­ar­ferðir um svæðið og mega leiðsögu­menn sem ger­ast sek­ir um að brjóta lög­in eiga von á háum sekt­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert