Tveir jöklar á tveimur dögum

Veðrið og útsýnið af Langjökli var ótrúlega fallegt.
Veðrið og útsýnið af Langjökli var ótrúlega fallegt. Ljósmynd/aðsend

Þar sem ég er al­gjör­lega heilluð af jökl­um þessa lands og finnst þeir vera feg­ursta nátt­úru­und­ur þessa heims þá fannst mér vera kom­in tími til að kynna börn­in mín fyr­ir þess­um ís­kalda veru­leika. Spenn­ing­ur­inn var mik­ill þegar við hent­um okk­ar allra hlýj­ustu föt­um í tösku og ruk­um af stað enda fátt eins skemmti­legt að fylgja eft­ir skyndi­hug­dett­um. Ég hef reynt að leggja mig fram við að kynna syni mína fyr­ir nátt­úr­unni og úti­vist eft­ir fremsta megni og svei mér þá ef það er bara ekki að skila sér.

Við lögðum af stað seinnipart­inn á föstu­degi og kíkt­um við hjá frænda mín­um á Kaffi Krús á Sel­fossi en þar stoppa ég iðulega á leið minni úr bæn­um. Mér finnst eins og ég sé að rækta fjöl­skyldu­tengsl þegar ég kíki við, jafn­vel þó frændi minn sé ekki ,,heima”. Það er bara eitt­hvað svo heim­il­is­legt að kíkja við, vit­andi það að mamma hans bak­ar kök­urn­ar sem standa í gler­borðinu og grát­biðja mann um að taka sig með sér. Að lokn­um kvöld­verði kom­um við við í mat­vöru­búð og keypt­um það helsta, fullt af nammi fyr­ir kom­andi spila­kvöld.

Við mætt­um á Minni­borg­ir síðla kvölds með skottið fullt af far­angri. Þegar við kom­um þangað feng­um við aðgang að dá­sam­leg­um bú­stað sem varð aðset­ur okk­ar næstu tvær næt­ur. Þau voru svo gest­ris­in að vera búin að láta renna í heit­an pott fyr­ir okk­ur þegar við kom­um. Við kom­um okk­ur vel fyr­ir og spiluðum þar til and­inn gat ei meir og við sofnuðum eins og engl­ar á dún­mjúku skýi.

Tign­ar­leg sjón á Sól­heima­jökli

Á laug­ar­deg­in­um var för­inni heitið á Sól­heima­jök­ul. Þar skyldu strák­arn­ir fá að kynn­ast því hvernig væri að ganga á jökli í brodd­um með axir, belti og hjálm. Maksim frá Molda­víu tók hlý­lega á móti okk­ur og fór yfir öll helstu ör­yggis­atriði sem all­ir þurfa að hafa á hreinu þegar jökl­ar eru heim­sótt­ir enda hættu víða að finna. Jök­ull­inn var grár þenn­an dag­inn og send­inn en alltaf ef það jafn tign­ar­legt að kom­ast í tæri við þetta nátt­úru­und­ur okk­ar Íslend­inga. Á göngu okk­ar að jökl­in­um kom­um við að skilti sem á voru upp­lýs­ing­ar um það hversu mik­ill jök­ull­in hefði hopað á und­an­förn­um árum, það var óhugn­an­legt að sjá hversu hratt þetta er að ger­ast.

Strákarnir í öruggum höndum Maksims.
Strák­arn­ir í ör­ugg­um hönd­um Maksims. Ljós­mynd/​Aðsend

Strák­arn­ir stóðu sig með prýði á brodd­un­um og ekki laust við að mamm­an fyndi fyr­ir smá stolti af litlu ung­un­um sín­um. Þar sem við vor­um kom­in svo langt aust­ur ákváðum við að nota tæki­færið og skoða Dyra­hóla­ey og Vík í Mýr­dal. Rokið við Dyr­hóla­ey var það mikið að varla var stætt en hress­andi var það þó og þrýsti fersku súr­efni ofan í lung­un á okk­ur. Um kvöldið stóð til að taka upp spil­in á ný en sum­ir voru orðnir það þreytt­ir að kodd­inn heillaði meira en margt annað.

Útsýnisins notið við Dyrhólaey.
Útsýn­is­ins notið við Dyr­hóla­ey. Ljós­mynd/​Aðsend

Lang­jök­ull í blanka­logni

Að morgni sunnu­dags lá leið okk­ar að Gull­fossi þar sem við biðum eft­ir fari okk­ar að Lang­jökli. Strák­un­um fannst spenn­andi að ferðast um í sér­út­bún­um jökla­bíl með til­heyr­andi dekkja­búnaði sem skilaði okk­ur alla leið. Þegar við kom­um við ræt­ur jök­uls­ins beið okk­ar stilli­logn, glamp­andi sól­skin og glaðlynd­ir ein­stak­ling­ar sem voru að fara með okk­ur í vélsleðaferð.

Samrýmdir bræður njóta útsýnisins við rætur Langjökuls.
Sam­rýmd­ir bræður njóta út­sýn­is­ins við ræt­ur Lang­jök­uls. Ljós­mynd/​Aðsend

Ég hef sjald­an séð Lang­jök­ul svona fal­leg­an og var upp­lif­un­in og út­sýnið al­veg stór­feng­legt. Yngri son­ur­inn sat aft­an á sleðanum hjá mér, kannski var ég of áköf en hann bað mig vin­sam­leg­ast um að keyra hæg­ar þar sem hon­um var orðið flök­urt af lát­un­um í móður sinni.

Aðstæður á Langjökli voru einstakar.
Aðstæður á Lang­jökli voru ein­stak­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Að lok­inni vélsleðaferðinni snér­um við heim á leið með viðkomu í sund­laug­inni á Sel­fossi, grip­um okk­ur verskuldaða Tomma ham­borg­ara og að sjálf­sögðu Huppu ís. Fjöl­skyld­an var af­skap­lega ánægð með helg­ina og minnt­ust strák­arn­ir á það að þetta hefði verið besta helgi sem þeir hefðu átt lengi, það gladdi mömmu­hjartað.

Gist­ing var í boði Minni­borga

Jökla­ferðir voru í boði Arctic Advent­ure

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert