Verðurðu aldrei saddur?

Ólafur Örn og Dröfn Ösp skoða matarmenninguna í Los Angeles.
Ólafur Örn og Dröfn Ösp skoða matarmenninguna í Los Angeles. Ljósmynd/Aðsend

Um­sjón­ar­maður­inn Ólaf­ur Örn Ólafs­son fer víða að vanda og heim­sæk­ir mat­gæðinga í Dubai, Chicago, Zurich og Fal­ken­berg. Í fyrsta þætt­in­um verður farið til Los Ang­eles og Dröfn Ösp Snorra­dótt­ir eða DD Unit, pistla­höf­und­ur verður sótt heim.

„Ég hafði aldrei komið þangað áður, en alltaf langað. Á und­an­förn­um árum hef­ur verið mikið skrifað um mat­ar­sen­una í Los Ang­eles og að það sé þar sem áhuga­verðust og skemmti­leg­ustu hlut­irn­ir í mat­ar­senu Banda­ríkj­anna að ger­ast um þess­ar mund­ir. Svo ég var spennt­ur, en líka pínu stressaður því New York hef­ur lengi verið í miklu upp­á­haldi hjá mér og íbú­ar henn­ar hrein­lega kepp­ast við að tala LA niður svo ég hélt að manni þætti bara annað hvort New York eða Los Ang­eles skemmti­leg­ar. En það var nú öðru nær. Mér finnst LA frá­bær og allt sem ég fékk að borða þar var til mjög áhuga­vert,“ seg­ir Ólaf­ur Örn.

Dröfn Ösp, viðmæl­and­inn í þætt­in­um í kvöld, er búin að búa í borg­inni í 10 ár og þó hún sé ekki í veit­inga­brans­an­um, eins og aðrir viðmæl­end­ur þátt­ar­ins, þá lif­ir hún fyr­ir að borða. „Hún er senni­lega mesta „foodie“ sem ég þekki, og þekki ég nokkuð marga. Hún vinn­ur við kvik­mynda- og aug­lýs­inga­gerð í borg engl­anna en frí­tíma sín­um verja hún og Johnny, maður­inn henn­ar, í að finna besta mat­inn í þess­ari risa­borg. Þau ferðast um hana þvera og endi­langa til að prófa veit­ingastaði eða tacotrukka.“

Hvað er markvert að sjá í borg­inni?

„Þegar maður kem­ur til LA í fysta sinn eru nokkr­ir staðir sem eru mjög fræg­ir og í raun skylda að skoða. Þarna er auðvitað hið heims­fræga Hollywood-skilti sem þarf að taka selfie við. Hollywood Walk Of Fame, gat­an með stjörn­un­um er líka gam­an að skoða, mjög líf­leg og skemmti­leg gata þó hún sé vissu­lega mik­il túrista­gildra. Mér fannst líka mjög gam­an að koma á Venice Beach þar sem hipp­and­inn svíf­ur enn yfir. Hverfið Venice er líka skemmti­legt og til­valið að leigja sér raf­magns­hlaupa­hjól til að kom­ast um. Þau eru þar á hverju horni og mjög auðveld­ur og ódýr ferðamáti. Ekki langt frá Venice er Santa Monica og það er mál manna að sól­ar­lagið sé hvergi fal­legra en á Santa Monica Pier.“

Hvar á maður að borða?

„Los Ang­eles er auðvitað full af frá­bær­um mat og fræg fyr­ir Taco trukka og framúrsk­ar­andi mexí­kansk­an mat, enda helm­ing­ur allra íbúa LA með mexí­kansk­ar ræt­ur. Svo EKKI láta það fram­hjá ykk­ur fara að smakka besta Taco til er. Þarna smakkaði ég besta djúp­steikta kjúk­ling sem ég hef fengið og senni­lega kem til með að fá á Howl­ing Rays sem er lít­ill staður í versl­un­ar­kjarna í Chinatown. Ekki fara þangað nema vera með nesti til að borða í röðinni því hún er löng og biðin er venju­lega um tveir tím­ar, en al­ger­lega þess virði. Í Cul­ver city er staður sem heit­ir Destroyer og er op­inn fyrri part dags og býður upp á framúrsk­ar­andi morg­un- og há­deg­is­verð. Hinum meg­in við göt­una er staður í eigu sama fólks, Vespert­ine. Þar er bara boðið upp á lang­an smakkseðli og erfitt að fá borð nema panta með löng­um fyr­ir­vara, enda hef­ur hann verið val­inn besta veit­inga­hús í LA. En boriðaðu taco, mikið taco!“

Verður þú aldrei sadd­ur?

„Jú ég verð oft sadd­ur, senni­lega oft­ar en flest­ir sem ég þekki og ég elska það. Mitt upp­á­halds­ástand er þegar ég er bú­inn að borða aðeins of mikið, drekka aðeins of mikið en á samt eft­ir að fá desert.“

Þátt­ur­inn Kokkaflakk verður sem fyrr seg­ir sýnd­ur í op­inni dag­skrá í Sjón­varpi Sím­ans í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert