Um heimsins höf að hætti Mörtu Stewart

Ævintýraferð sem enginn aðdáandi Mörthu Stewart ætti að láta framhjá …
Ævintýraferð sem enginn aðdáandi Mörthu Stewart ætti að láta framhjá sér fara. Ljósmynd/MSC Cruises

Þetta er æv­in­týri sem eng­inn aðdá­andi Mörthu ætti að láta fram­hjá sér fara en meðal ann­ars verður boðið upp á skoðun­ar­ferðir í anda Mörthu þar sem farið verður í reiðtúr á fag­urri strönd, gengið um heill­andi nátt­úru og spenn­andi markaðir heim­sótt­ir. Eng­an þarf að undra að mat­reiðsla verður í há­veg­um höfð í þess­ari æv­in­týra­ferð en gest­ir geta sótt mat­reiðslu­nám­skeið um borð og farið í sér­stak­ar mat­ar­skoðun­ar­ferðir á áfanga­stöðum skemmti­ferðaskip­ana þar sem gest­um er til dæm­is boðið að veiða og elda sitt eigið fisk­meti og sækja spenn­andi veit­ingastaði heim.


Martha sjálf ku vera ansi spennt yfir sam­starf­inu og seg­ir ferðirn­ar sem í boði eru sam­eina allt það sem hún hef­ur einna mesta ástríðu fyr­ir en það er að upp­lifa og kynn­ast ein­hverju nýju og ferðast á fram­andi slóðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert