Hlaupið hratt yfir Amsterdam

Jordaan hverfið í Amsterdam er heillandi og friðsælt.
Jordaan hverfið í Amsterdam er heillandi og friðsælt. Ljósmynd/Colourbox.com

Hús­in í miðborg­inni eru mörg hver stein­hús frá gull­ald­arár­um Hol­lands á 17.öld en þá efnaðist borg­in á sigl­ing­um til Asíu og Am­er­íku og jók versl­un­ar­mögu­leika íbúa í kjöl­farið. Þegar gengið er um borg­ina er óhjá­kvæmi­legt að velta því fyr­ir sér hvernig það sé að búa í hús­um sem eiga sér svo mikla sögu. Sum þeirra eru skakk­ari en sá skakki í Pisa og gluggakarm­ar virðast hanga á síðasta trénagl­an­um. Það er eft­ir­tekt­ar­vert hvað borg­in er hljóðlát og þá sér­stak­lega við sík­in í Jor­da­an hverf­inu en þar er lítið um al­menna bílaum­ferð en þeim mun meira um hjólaum­ferð. Allstaðar eru hjól og til að mynda við lest­ar­stöðina eru heilu bíla­stæðahús­in stút­full af svört­um hjól­um sem öll bíða eig­and­ans. Fólk með bíla­stæðakvíða sem gleym­ir reglu­lega hvar það lagði bíln­um ætti mjög erfitt upp­drátt­ar í borg­inni en lík­lega er þetta eitt af því sem venst, ein­hvern dag­inn.

Heillandi innsetning eftir Daniel Arsham á Moco nýlistarsafninu.
Heill­andi inn­setn­ing eft­ir Daniel Ars­ham á Moco ný­l­ist­arsafn­inu. Ljós­mynd/​Mocomu­se­um

Fyr­ir þá sem eru frísk­ir og fær­ir er besta leiðin til að skoða borg­ina á hlaup­um, með þeim hætti er hægt að fara yfir mikið svæði hvort sem er á gang­stétt­um eða í gegn­um fagra garða. Und­ir­rituð mæl­ir með því að skokka í gegn­um Vondelpark og að Moco ný­l­ist­arsafn­inu en þar er skemmti­leg sýn­ing í gangi fram í sept­em­ber þar sem helstu lista­mönn­um nú­tím­ans er gert hátt und­ir höfði. Þar er að finna verk eft­ir Banksy, Yayoi Ku­sama, Jeff Koons og Roy Lichten­stein. Rétt við ný­l­ist­arsafnið er svo hægt að rölta yfir á Rijks­mu­se­um þar sem stór Rembrandt sýn­ing er í gangi.

Pistlahöfundur hafði ekki hugrekki til að fara í hæstu rólu …
Pistla­höf­und­ur hafði ekki hug­rekki til að fara í hæstu rólu í Evr­ópu. Ljós­mynd/​Ada­mloo­kout

Einnig er fal­legt að hlaupa meðfram ánni Amstel og skoða hús­báta en mik­ill metnaður er lagður í marga þeirra. Frá Amstel er stutt yfir á lest­ar­stöðina en við hana er hægt að fara í ókeyp­is ferju­ferð yfir til Over­hoeks þar sem hægt er að róla í hæstu rólu Evr­ópu og skoða þannig út­sýnið eða fara í menn­ing­ar­ferð yfir í NDSM-hverfið en þar var áður slipp­ur en er orðið einskon­ar lista­hverfi í dag.

Amster­dam er líf­leg og fal­leg borg sem býður upp á fjöl­breytt­ar afþrey­ing­ar við allra hæfi allt frá róm­an­tísk­um göngu­túr­um upp í æsispenn­andi æv­in­týri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert