Nýjasta æðið í útivist

Dásamleg stund á SUP.
Dásamleg stund á SUP. Ljosmynd/Vikingadventure

Brett­in hafa notið gríðarlegra vin­sælda er­lend­is og hafa nú hafið inn­reið sína á ís­lensk­an markað og fengið frá­bær­ar viðtök­ur. Að sögn Bjarka Þor­láks­son­ar, fram­kvæmd­ar­stjóra Advent­ure Vik­ings, sem standa fyr­ir nám­skeiðum á brett­un­um, upp­lif­ir fólk nátt­úr­una og viðkomu­staði með nýrri sýn og á allt ann­an hátt en fólk ger­ir á landi. „Ísland hef­ur þann stór­kost­lega eig­in­lega að nán­ast allstaðar er gríðarlega flott nátt­úra og því til­valið að stunda íþrótt­ina hér á landi. Stund­um get­ur þó verið mikið rok en þá er hægt að notað sér­til­hönnuð vind­bretti með segli sem hent­ar vel í þannig aðstæðum.“

Góð stund á Hvaleyrarvatni þar sem námskeiðin fara fram.
Góð stund á Hval­eyr­ar­vatni þar sem nám­skeiðin fara fram. Ljós­mynd/​Advent­ur­vik­ings


Fyr­ir­tækið Advent­ure vik­ings stend­ur fyr­ir nám­skeiðum á SUP, Stand up paddle bo­ard, sem hafa notið mik­illa vin­sælda en þar er farið yfir und­ir­stöðuatriði og ör­ygg­is­mál sem hafa þarf á hreinu áður en lengra er haldið.

Þátttakendur á námskeiðinu náðu fljótt tökum á brettunum.
Þátt­tak­end­ur á nám­skeiðinu náðu fljótt tök­um á brett­un­um. Ljós­mynd/​Advent­ure Vik­ings

„Þegar all­ir eru til­bún­ir að prófa fer kenn­ar­inn með hópn­um útá vatnið og hjálp­ar við þau atriði sem fólk er í vanda með. Þegar all­ir eru komn­ir með hlut­ina á hreint för­um við lengra út á vatnið eða tök­um hring í kring­um vatnið til að leyfa fólki að fá betri til­finn­ingu fyr­ir búnaðinum. Við tök­um svo pásu og leyf­um fólki að fá sér smá nesti og safna orku áður en það er frjáls tími fyr­ir til að leika sér og æfa tækn­ina út á vatn­inu,“ seg­ir Bjarki.

Þátttakandi með gott jafnvægi.
Þátt­tak­andi með gott jafn­vægi. Ljós­mynd/​Advent­ure Vik­ings

Á nám­skeiðunum er allt sem til þarf til að prófa sig áfram en vilji fólk ganga skref­inu lengra og kaupa sér sinn eig­in búnað mæl­ir Bjarki með þurrgalla og skóm til að byrja með. „Svo þarf að versla sér ár og bretti en pumpa fylg­ir brett­inu ásamt tösku fyr­ir búnaðinn. Þess má til gam­ans geta að all­ur þessi búnaður pass­ar í þessa einu tösku sem kæm­ist síðan fyr­ir í skott­inu á Yar­is svo að það fer ekk­ert fyr­ir þess­um búnaði.“

Frek­ari upp­lys­ing­ar og skrán­ing má finna Hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert