Fann taktinn á tónleikaferðalagi með Björk

Elín Edda ásamt Villa kærastanum sínum á hlaupum.
Elín Edda ásamt Villa kærastanum sínum á hlaupum. Ljósmynd/Aðsend

„Eft­ir á að hyggja var þetta bara eins og hug­leiðsla fyr­ir mig því ég skokkaði alltaf bara frek­ar ró­lega og varð ekk­ert þreytt við þetta.“ Elín Edda er alin upp í miðbæ Reykja­vík­ur en er í dag bú­sett í Vest­ur­bæn­um. Hún er ansi fjöl­hæf og á mörg áhuga­mál utan lækn­is­fræðinn­ar og koma hlaup­in þar sterk­ust inn. „Ég hef einnig mikla ástríðu fyr­ir ferðalög­um, mat­ar­gerð og söng.  Ég var í kórn­um Graduale Nobili fyr­ir nokkr­um árum og hann fékk það verk­efni að syngja inn á plötu með Björk Guðmunds­dótt­ur. Í fram­hald­inu fór­um við með henni á tón­leika­ferðalag um heim­inn. Á þess­um ferðalög­um upp­götvaði ég hvað það er magnað að skoða heim­inn á hlaup­um. Við stoppuðum stutt á hverj­um stað og það var því iðulega það fyrsta sem ég gerði þegar við kom­um á nýj­an stað að hoppa í hlaupagall­ann og búa til minn eig­in út­sýn­istúr á hlaup­um. Ég hef því náð að tvinna sam­an hlaupa- og ferðaáhug­ann og haldið áfram að hlaupa á ferðalög­um um heim­inn eft­ir að tón­leika­ferðalag­inu lauk.“ Það kom fljót­lega í ljós að hlaup­in áttu vel við El­ínu Eddu og fyr­ir tveim­ur og hálfu ári síðan hóf hún að æfa með meist­ara­flokk ÍR. „Eft­ir það hef ég tekið hlaup­in á annað stig og fengið að kynn­ast því hvernig það er að fara í skipu­lagðar æf­inga­búðir og keppn­is­hlaup er­lend­is. Nú er það svo að ég er að fara í mína aðra landsliðsferð er­lend­is og von­ast til að geta gert meira af því á næstu árum.“

Fátt dásamlegra en að skoða nýtt umhverfi á hlaupum.
Fátt dá­sam­legra en að skoða nýtt um­hverfi á hlaup­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Var samt aldrei neitt svaka­lega áhuga­söm

Elín Edda seg­ist ekki hafa verið mikið í íþrótt­um sem barn en alltaf verið góð og prófað sig áfram í sundi, frjáls­um íþrótt­um, tenn­is og fleiru. „Ég var samt aldrei neitt svaka­lega áhuga­söm og stundaði aldrei neina íþrótt í lang­an tíma. Þegar ég var í mennta­skóla var ég meira að spá í fé­lags­líf­inu og lítið að hreyfa mig.“ Annað er uppi á ten­ingn­um núna á full­orðins­ár­um þar sem Elín Edda hef­ur náð framúrsk­ar­andi ár­angri í hlaup­aíþrótt­inni og náði ný­lega öðrum besta tíma ís­lenskr­ar konu í maraþoni frá upp­hafi. „Aðdrag­and­inn var lang­ur, en ég ákvað eft­ir Reykja­vík­ur­m­araþonið í fyrra að hlaupa mitt fyrsta maraþon í Ham­borg um vorið 2019. Byrjaði á mik­illi grunnþjálf­un og styrk fram að jól­um 2019, skellti mér svo í smá frí og af­slöpp­un til Mexí­kó og keyrði maraþon­planið form­lega í gang í janú­ar 2019. Á æf­inga­tíma­bil­inu hljóp ég gott hálf­m­araþon í Mílanó á 01:19:38 og fór í háfjalla æf­inga­búðir í Boulder Col­orado,“ seg­ir Elín Edda og bæt­ir við að verk­efnið hafi verið mjög krefj­andi en um leið eitt það skemmti­leg­asta sem hún hafi tek­ist á við. „Það er að mörgu að huga og skipu­lagn­ing­in á hlaup­inu sjálfu minn­ir á að skipu­leggja langt ferðalag. Ég vissi að það myndi vera ákveðin kvíðastill­ing fyr­ir mig að vera búin að hugsa út öll þau atriði sem ég hefði stjórn á sjálf, en ég gerði líka ráð fyr­ir að eitt­hvað myndi fara úr­skeiðis og sætti mig við að það er ekki hægt að hafa stjórn á öll­um aðstæðum, til dæm­is veðri. Ég var búin að hugsa mikið út í nær­ingu í hlaup­inu, hlaupa­búnað og svefn. Svo endaði ég á að vera með í mag­an­um helm­ing­inn af hlaup­inu, sofa nán­ast því ekki neitt og kaupa ör­laga­ríkt skóp­ar ein­um og hálf­um sól­ar­hring fyr­ir hlaup.“ Þó eitt og annað hafi komið upp á í hlaup­inu þá gekk allt von­um fram­ar og El­ínu Eddu leið vel þar sem hún var and­lega und­ir­bú­in fyr­ir átök­in. „Ég fór af stað á 4:00mín/​pace eins og við þjálf­ar­inn minn höfðum lagt upp með og ég hélt því nán­ast út allt hlaupið. Af mynd­un­um úr hlaup­inu að dæma þá var ég í ban­astuði, skæl­bros­andi og hress! Ég skipti hlaup­inu upp í tíma­bil sem ég var búin að til­einka ýms­um aðilum. Það styrkti mig á leiðinni og þannig var að þó að ég hafi verið að far­ast í mag­an­um þá þótti mér samt sorg­legt þegar ég fattaði að ég væri al­veg að verða búin með þetta. Ég fann fyr­ir svaka­leg­um sárauka þegar ég kom í mark og minn­ist þess mjög skýrt að hafa sagt „þetta geri ég ekki aft­ur!“. Hins veg­ar þá náði vellíðun­ar­til­finn­ing­in mjög fljót­lega yf­ir­hönd­inni og dempaði niður þenn­an lík­am­lega sárs­auka. Ég var strax byrjuð að tala um að gera þetta aft­ur þegar ég var að staul­ast heim með Vil­hjálmi kær­asta mín­um og Mörthu þjálf­ara sem voru með mér þarna úti. Nú eru liðnar rúm­ar tvær vik­ur frá maraþon­inu og ég get ekki beðið eft­ir að byrja að æfa af full­um krafti í þess­ari viku.“

Elín Edda náði öðrum besta tíma ís­lenskr­ar konu í maraþoni …
Elín Edda náði öðrum besta tíma ís­lenskr­ar konu í maraþoni frá upp­hafi. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvet­ur fólk til að lifa líf­inu núna

Framund­an er heil­mikið um að vera hjá El­ínu Eddu því næst á dag­skrá eru Smáþjóðal­eik­arn­ir í Svart­fjalla­landi þar hún mun keppa fyr­ir Íslands hönd í 10.000 og 5.000 metr­um á braut. „Ég stefni á annað maraþon síðar á þessu ári og fram að því lang­ar mig að ná inn bæt­ing­um í styttri vega­lengd­um á göt­unni.“ Elín Edda hef­ur sankað að sér heil­mik­illi reynslu og fróðleik um hlaup frá því að hún fór að taka íþrótt­ina föst­um tök­um og fannst til­valið að miðla þess­um upp­lýs­ing­um til þeirra sem hafa áhuga. „Við Villi kær­asti minn erum búin að vera með þá hug­mynd í koll­in­um um nokk­urt skeið að búa til hlaðvarpsþátt um hlaup. Við lét­um loks til skar­ar skríða fyr­ir skemmstu og erum búin að gefa út fyrsta þátt­inn af Hlaupa­líf Hlaðvarp. Hægt er að nálg­ast hann á helstu miðlum eins og spotify, itu­nes, android. Við mun­um einnig deila þætt­in­um á in­sta­gramsíðum okk­ar el­inedda og @vill­is­vans og face­booksíðu þátt­ar­ins. Þetta er ein af þess­um hug­mynd­um sem við náðum að ræða og út­færa meðan við vor­um að hlaupa og dæmi um hvað hlaup­in geta leitt af sér góða hluti,” seg­ir Elín Edda að lok­um og bæt­ir við að henni finn­ist mik­il­vægt að hvetja fólk til að lifa líf­inu núna og láta drauma verða að veru­leika.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert