Besti veitingastaður Bandaríkjanna

Á boðstólnum er ekta franskur matur úr hágæða hráefni.
Á boðstólnum er ekta franskur matur úr hágæða hráefni. Ljósmynd/Frenchette

Til þess að vera gjaldgengir og fá tilnefningu þurfa veitingastaðirnir að hafa opnað árið áður og vera óaðfinnanlegir í mat og þjónustu. Mikil spenna er í kringum viðurkenninguna en í ár voru 30 veitingastaðir víðsvegar að í Bandaríkjunum tilnefndir. Veitingastaðurinn Frenchette í New York bar sigur úr bítum þetta árið. Eigendur staðarins þeir Riad Nasr og Lee Hanson opnuðu veitingastaðinn í apríl í fyrra eftir að hafa unnið saman á fjölda þekktra veitingastaða svosem Balthazar, Pastis og Minetta Tavern.

Veitingastaðurinn er mjög franskur á að líta.
Veitingastaðurinn er mjög franskur á að líta. Ljósmynd/Frenchette

Þeirra hugmynd var að opna franskan bístró veitingastað þar sem boðið væri upp á gómsætan franskan mat úr hágæða hráefni og lífræn vín. Samsetningin og umhverfið virðist hafa fallið vel að dómurunum frá James Beard stofnuninni sem völdu staðinn þann allra besta í Bandaríkjunum þetta árið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka