Bestu borgararnir í Köben

Hamborgararnir á Gasoline Grill þykja þeir bestu í Kaupmannahöfn.
Hamborgararnir á Gasoline Grill þykja þeir bestu í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Gasoline Grill

Vefsíðan Big 7 Tra­vel tók á dög­un­um sam­an nokkra af bestu ham­borg­ara­stöðum í borg­inni. Ferðavef­ur­inn birti hér þá fimm bestu að mati vefsíðunn­ar.

1.Gasol­ine Grill

Þessi staður er marg­verðlaunaður og hrósað fyr­ir frá­bæra ham­borg­ara. Hann lenti ný­lega í öðru sæti yfir bestu ham­borg­ar­ana í Evr­ópu að mati les­enda Big 7 Tra­vel-vefsíðunn­ar. Bara það eitt ætti að gera hverja ein­ustu áhuga­mann­eskju um góða ham­borg­ara að minnsta kosti for­vitna.

2. Jag­ger Fast Food
Staður­inn sann­ar að það þurfi ekki endi­lega að eyða allt of mikl­um pen­ing í hágæða ham­borg­ara. Þarna er hægt að gæða sér á ham­borg­ur­um, dósa­bjór, djúp­steikt­um kjúk­ling og fleiru í af­slöppuðu um­hverfi.

Ódýrir og bragðgóðir borgarar í afslöppuðu umhverfi.
Ódýr­ir og bragðgóðir borg­ar­ar í af­slöppuðu um­hverfi. Ljós­mynd/​Jag­ger Fast Food


3. Cock´s and Cows
Á Cock´s and Cows ættu all­ir ham­borg­araaðdá­end­ur að finna eitt­hvað við sitt hæfi, allt frá ein­föld­um ost­borg­ur­um upp í heil­aga ham­borg­ara þar sem hug­mynda­flug kokks­ins ræður ferðinni. Á veit­ingastaðnum er svo að finna ljóm­andi góða veg­an- og græn­met­is­ham­borg­ara. Eitt­hvað fyr­ir alla, kon­ur og karla.

Á Cock´s and Cows finna allir hamborgaraaðdáendur eitthvað við sitt …
Á Cock´s and Cows finna all­ir ham­borg­araaðdá­end­ur eitt­hvað við sitt hæfi. Ljós­mynd/​Cock´s and Cows

4. Halifax burger
Þraut­seig ham­borg­ara­keðjan sem hef­ur verið vin­sæl í borg­inni í tíu ár og er með sjö staði víða á svæðinu. Þetta eitt ger­ir mann nokkuð viss­an um að þarna sé hægt að treysta á sér­fræðikunn­áttu í ham­borg­ara­fræðum.

Vinsæl hamborgarakeðja með sjö staði víða um borgina.
Vin­sæl ham­borg­ara­keðja með sjö staði víða um borg­ina. Ljós­mynd/​Halifax burger

5. Tommi´s burger jo­int
Það er eng­um ham­borg­aralista treyst­andi án þess að hin al­ís­lenska Ham­borg­ara­búlla sé nefnd til sög­unn­ar.
Eins og við Íslend­ing­ar þekkj­um er þarna að finna frá­bæra ham­borg­ara í viðkunn­an­legu um­hverfi.

Hina alíslensku Hamborgarabúllu er að finna á vinsældarlistanum.
Hina al­ís­lensku Ham­borg­ara­búllu er að finna á vin­sæld­arlist­an­um. Ljós­mynd/​Tommi´s burger jo­int
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka