Samrýnd fjölskylda í þríþraut

Fjölskyldan kemur saman í mark.
Fjölskyldan kemur saman í mark. Ljósmynd/Aðsend

Þau eiga þrjár dæt­ur sem þau hafa verið dug­leg að kynna fyr­ir íþrótt­inni. „Þær tóku þátt í sinni fyrstu þríþraut fyr­ir fjór­um árum síðan en það fjöl­skyldu-liðakeppni í Njarðvik. Eft­ir þetta keppt­um við í nokkr­um fjöl­skylduþraut­um þar sem hver fjöl­skyldumeðlim­ur tek­ur eina grein,“ seg­ir Stef­anie. Í kjöl­farið kom upp sú hug­mynd að skipu­leggja sjálf þríþraut­ar­keppni fyr­ir börn, það sem börn geta fengið að kynn­ast íþrótt­inni og keppt sjálf í öll­um grein­un­um.

Krakkarnir standa sig vel í þríþrautinni.
Krakk­arn­ir standa sig vel í þríþraut­inni. Ljós­mynd/​Aðsend

Krakkaþríþraut­in var svo hald­in í fyrsta skiptið í fyrra og gekk hún von­um fram­ar en 65 börn mættu til keppni og höfðu gam­an af. „Vega­lengd­ir eru stutt­ar því þetta á fyrst og fremst að vera gam­an. Við sett­um 5 ára ald­urstak­mark vegna þess að börn­in þurfa að vera óhrædd í vatn­inu og geta kannski tekið nokk­ur sund­tök sjálf. Við not­um samt grunnu laug­ina fyr­ir börn al­veg upp í 9 ára til að gefa öll­um börn­um tæki­færi til að vera með, hvort sem þau eru synd eða ekki. Sama gild­ir um hjól­reiðahlut­ann en börn­in þurfa að vera orðin nokkuð sjálf­stæð á hjól­un­um. Við erum samt al­veg að leyfa hjálp­ar­dekk eða spark­hjól fyr­ir þau yngstu.“ For­eldr­ar eru hvatt­ir til að taka þátt í keppn­inni með börn­un­um sín­um og mega hjóla eða hlaupa með þeim yngstu treysti þau sér ekki til að vera ein. „Við erum samt með fjölda starfs­manna í þraut­inni svo að börn­in geti tekið þátt án aðkomu for­eldr­anna,“ seg­ir Stef­anie.

Mik­il­væg­ast að mæta með hjálm

Aðspurð hvernig sé best fyr­ir börn­in að und­ir­búa sig fyr­ir keppni seg­ir Stef­anie að það sé gott að æfa sig að fara í föt í blaut­um sund­fatnaði þar sem það er lík­legt að það verði mesta áskor­un­in. „Við erum svo að stefna á kynn­ing­ar­tíma fyr­ir börn fyr­ir Þríþraut þann 18. Maí kl 15 í Ásvalla­laug en þar mun­um við kynna sportið fyr­ir börn­un­um sem og fara í gegn­um braut­ina fyr­ir keppn­ina.“

Fjölskyldan er samrýmd og hleypur saman.
Fjöl­skyld­an er sam­rýmd og hleyp­ur sam­an. Ljós­mynd/​Aðsend

Í keppn­inni sjálfri þurfa svo börn­in að hafa með sér sund­föt, hand­klæði, hjól, hlaupa­skó, auka föt og síðan en ekki síst hjálm því eng­inn fær að keppa án hans. Keppn­in er opin öll­um krökk­um á aldr­in­um 5-15 ára og verður hald­in við Ásvalla­laug í Hafnar­f­irði og byrj­ar klukk­an 12. All­ir krakk­ar sem taka þátt fá verðlauna­pen­ing, kókó­mjólk, stutterma­bol sem merkt­ur er þraut­inni og poka með óvænt­um glaðningi. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um keppn­ina má finna á Face­book síðu Krakkaþríþraut­ar Klóa 2019




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert