Nýr gististaður og tugþúsundir tebolla hjá Karli prins

Karl Bretaprins er afar sáttur með nýjan titil sem bed-and-breakfast …
Karl Bretaprins er afar sáttur með nýjan titil sem bed-and-breakfast eigandi. mbl.is/Granary Lodge

Örfá­um dög­um áður en nýj­asta barna­barn bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar mætti í heim­inn opnaði Karl Bretaprins lúx­us út­gáfu af bed-and-break­fast í Skotlandi.

Eins og sjá má eru herbergin í þeim stíl sem …
Eins og sjá má eru her­berg­in í þeim stíl sem sann­ir prins­ar og prins­ess­ur myndu búa í. mbl.is/​Gran­ary Lod­ge

Gran­ary Lod­ge heit­ir staður­inn með út­sýni yfir til Orkn­eyj­ar og geym­ir 10 her­bergi, þar af tvær svít­ur. Morg­un­mat­ur er bor­inn dag­lega á borð og gest­ir hafa aðgang að slök­un­ar­rými til að vinda ofan af sér við op­inn ar­in­eld og út­sýni yfir hafið. Nótt­in kost­ar frá 25 þúsund krón­um.

Baðherbergi á gistiheimilinu.
Baðher­bergi á gisti­heim­il­inu. mbl.is/​Gran­ary Lod­ge

The Gran­ary Lod­ge er Karli afar kær þar sem staður­inn var eitt sinn heim­ili ömmu hans, eða móður drottn­ing­ar­inn­ar frá ár­un­um 1952 til 1996. Hér má glögg­lega sjá stíl drottn­ing­ar­inn­ar skína í gegn í hverju rými og mynd­ir af kon­ungs­fjöl­skyld­unni skreyta gang­ana.

Ekki amalegt umhverfið í kringum Granary Lodge.
Ekki ama­legt um­hverfið í kring­um Gran­ary Lod­ge. mbl.is/​Gran­ary Lod­ge

Fyr­ir utan að vera nú orðinn bed-and-break­fast eig­andi, þá mun Karl Bretaprins sjá um hið ár­lega garðpartí við Buck­ing­ham höll - en Elísa­bet drottn­ing hef­ur hægt og bít­andi verið að fela syni sín­um fleiri verk­efni síðustu árin. Garðpartí hafa verið hald­in í höll­inni frá ár­inu 1860 og þá þris­var ár hvert. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá höll­inni þá eru um 27 þúsund te­boll­ar born­ir fram í slík­um gleðskap ásamt 20 þúsund sam­lok­um og 20 þúsund kökusneiðum. Ekki ama­leg veisla það! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert