Litríkar hægðir laða að gesti

Leikið með litrík tjákn á Unko safninu.
Leikið með litrík tjákn á Unko safninu. Ljósmynd/LiveJapan

Sýn­ing um viðbjóðsleg­an mat byrjaði til að mynda sem „pop up“ í Mal­mö í Svíþjóð í fyrra en hef­ur nú fest sig í sessi og er orðin að safni sem er með reglu­leg­an agreiðslu­tíma all­an árs­ins hring. Skemmst er að minn­ast sæl­gæt­is­sýn­ing­ar­inn­ar Can­dytopia sem sett var upp í Banda­ríkj­un­um í fyrra og hef­ur víða verið sett upp síðan þar í landi. Í Jap­an ganga menn skref­inu lengra og hafa núna sett upp sýn­ingu þar sem víðfræga tjáknið fyr­ir kúk er í for­grunni.

Sýn­ing­in hef­ur slegið í gegn en um 10 þúsund manns mættu á sýn­ing­una í fyrstu opn­un­ar­vik­unni. Á sýn­ing­unni er hægt að snerta, skynja, hlusta á og leika með tjáknið vin­sæla auk þess sem taka má þátt í ým­iss kon­ar þraut­um tengd­um því, til dæm­is að sturta því niður í risa­stórt sal­erni.

Börn í biðröð við klósettið.
Börn í biðröð við kló­settið. Ljós­mynd/​Unko Muse­um

Að sögn aðstand­enda sýn­ing­ar­inn­ar er von­ast til að sýn­ing­ar­gest­ir tengi við barnæsku sína í gegn­um viðfangs­efnið. Til gam­ans má geta að sýn­ing­in ein­blín­ir ekki ein­ung­is á rétt­an lit tjákns­ins, þann brúna, held­ur hef­ur leyft því að blómstra í öll­um regn­bog­ans lit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert