Svona heldurðu bílnum hreinum á ferðalagi

Það getur verið mikil áskorun að halda bílnum hreinum á …
Það getur verið mikil áskorun að halda bílnum hreinum á ferðalagi með fjölskyldunni. mbl.is/Colourbox

Stund­um er bíll­inn til að mynda stút­full­ur af alls kyns óþarfa dóti sem sum­um finnst ómiss­andi í úti­leg­una, það þarf sem sagt ekki mikið til þess að bíll­inn sé í rúst. Ferðavef­ur­inn hef­ur tekið sam­an nokk­ur ágæt­is­ráð til að halda bíln­um í þokka­legu horfi á milli þess sem hann er tek­inn í gegn.

Ekki borða í bíln­um

Næst­um allt það rusl sem verður til í bíln­um er vegna þess að það er borðað í bíln­um. Að auki get­ur það hrein­lega verið áhættu­samt fyr­ir bíl­stjór­ann að raða í sig mat við stýrið. Er það ekki líka ágæt­is­hug­mynd fyr­ir alla að standa aðeins upp og fá sér bita í næstu sjoppu eða finna fal­leg­an út­sýn­is­stað þar sem hægt er að njóta nest­is­ins?

Kipptu með rusla­poka

Það er alltaf eitt­hvert rusl sem virðist birt­ast í bíln­um við minnsta til­efni, jafn­vel þótt mat­ar sé ekki neytt í bíln­um. Það er því ágætis­vani að muna eft­ir rusla­pok­an­um áður en lagt er af stað og henda rusli í hann í stað þess að fylla öll hólf af drasli.

Bens­ín­stopp­in nýtt til fulls

Hvort sem þú þarft að stoppa ferð þína til að taka eldsneyti eða hlaða bíl­inn þá er sú stund kjörið tæki­færi til að rífa upp tusku og renna yfir bíl­inn að inn­an. Þetta tek­ur ör­stutta stund en hef­ur mik­il áhrif.

Karfa fyr­ir krakk­ana

Kipptu með körfu sem krakk­arn­ir geta notað und­ir dótið sitt. Það er fljótt að safn­ast upp alls kon­ar dót og drasl sem börn­in vilja endi­lega hafa með sér í ferðalagið og ljóm­andi að geyma það allt í körfu þegar ekki er verið að nota það.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert