Ástin dró mig til Íslands

Mía ásamt fjölskyldu sinni í Marokkó.
Mía ásamt fjölskyldu sinni í Marokkó. Ljósmynd/Aðsend

Hún hef­ur búið á Íslandi í tæp tutt­ugu ár og lík­ar vel en ef það væri eitt­hvað sem hún myndi vilija breyta þá væri það lík­lega veðrið, sjálfsagt eru marg­ir les­end­ur sem taka und­ir það með Souima eða Míu, eins og hún er kölluð. En hvað var það sem dró hana til Íslands í upp­hafi? „Það var ást­in,“ seg­ir hún. „Á þess­um tíma bjó ég í Banda­ríkj­un­um með mín­um fyrr­ver­andi sem er líka frá Mar­okkó. Hann var ást­fang­inn af Íslandi, dreymdi um að búa hér og opna mar­okkósk­an veit­ingastað en sá draum­ur rætt­ist aldrei eft­ir kom­una hingað. Hann fór aft­ur til Banda­ríkj­anna en ég ákvað að staldra við hér á landi. Ein­hverju síðar sótti ég svo um vinnu í Tenn­is­höll­inni í Kópa­vogi og þá var ekki aft­ur snúið, það mætti orða það þannig að ég hafi fengið starfið og fram­kvæmd­ar­stjór­ann,“ seg­ir Mía og hlær. Eig­inmaður Miu er Jón­as Páll Björns­son, fram­kvæmda­stjóri Tenn­is­hall­ar­inn­ar, og eiga þau sam­an þrjú börn og búa, að sögn Míu, á besta stað í Kópa­vogi. „Þetta er eins og að búa í sveit nema það er stutt í skarkala borg­ar­inn­ar. Ég elska að vera inn­an um nátt­úr­una en hef að sama skapi mikla þörf fyr­ir að vera í borg­inni líka, dal­ur­inn hent­ar mér því full­kom­lega.“

Mía fyllist orku í fjallgöngu. Hér er hún á Esjunni.
Mía fyll­ist orku í fjall­göngu. Hér er hún á Esj­unni. Ljós­mynd/​Aðsend

Spurð að því hvernig drauma­dag­ur­inn lít­ur út hjá henni seg­ir Mia að dag­ur­inn myndi byrja á því að vakna ör­lítið á und­an öðrum í fjöl­skyld­unni til þess að eiga sinn tíma. „Ég myndi fá mér kaffi­bolla, morg­un­mat og lesa blaðið í ró­leg­heit­um og ekki síst njóta þagn­ar­inn­ar,“ seg­ir hún hlæj­andi. „Eft­ir morg­un­mat myndi ég fara upp á Esju með vin­konu minni og svo fara í gömlu laug­ina í Garðabæ eft­ir göng­una. Um kvöldið myndi ég bjóða vin­um í mat eða fara í mat­ar­boð til vina, þetta væri full­kom­inn dag­ur.“ 

Ómiss­andi að koma við í Marra­kech

Mía elsk­ar að ferðast og stefn­ir á að gera meira af því í framtíðinni. „Minn draum­ur er að geta heim­sótt eitt fram­andi land á hverju ári með góðum vin­um, mark­miðið er að fara til Asíu á næst­unni.“ Heimalandið Mar­okkó er líka á stefnu­skránni en Mía flutti ung þaðan og náði því ekki að kynna sér allt það sem landið hef­ur upp á að bjóða. „Mig lang­ar að upp­lifa og tengj­ast mínu upp­runa­landi á ný og gefa börn­um mín­um tæki­færi til að tengj­ast þeirra rót­um.“

Með vinum í Atlasfjöllunum.
Með vin­um í Atlas­fjöll­un­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Mía mæl­ir með því að þeir Íslend­ing­ar sem hyggja á heim­sókn til Mar­okkó kynni sér landið og menn­ingu áður en haldið er upp í ferð því landið bjóði upp á ótak­markaða mögu­leika hvort sem það sé slök­un­ar­ferð, úti­vist­ar­ferðir eða lúx­us­ferðir. Hún seg­ir Marra­kech æðis­lega fyr­ir byrj­end­ur og það sé eig­in­lega ekki hægt að fara til lands­ins án þess að koma við í borg­inni í einn eða tvo daga. „Manni leiðist aldrei í Marra­kech þar sem það er óend­an­lega mikið hægt að gera. Ég mæli með því að ferðalang­ar kíki á Yves Saint Laurent-safnið og Maj­or­elle-garðana. Svo er upp­lagt að fara í dags­ferð um Ouirika-dal­inn og sjá Atlas­fjöll­in, þar er gam­an að fá sér há­deg­is­mat og marrokóskt mintu­te að hætti heima­manna.“ Mía seg­ir einnig ómiss­andi að skoða Jamaa el Fna-markaðstorgið í Marra­kech en það sé ein­stök upp­lif­un. „Þar má sjá alls kyns fólk og dýr, apa, slöng­ur, tónlist og mann­líf sem gef­ur torg­inu al­gjör­lega ein­stakt yf­ir­bragð. Á markaðnum er hægt að kaupa fín­ustu krydd og minja­gripi á borð við teppi og skart­gripi á sæmi­legu verði, með prútti að sjálf­sögðu.“ Þeir sem eru mikl­ir aðdá­end­ur Sex and the city-bíó­mynd­ar­inn­ar ættu ekki láta Mond­ar­in Oriental Jnan Rahma-hót­elið fram hjá sér fara en hluti mynd­ar­inn­ar var tek­inn þar upp. „Svo er það veit­ingastaður­inn Chez Ali sem eng­inn má missa af en þar er hægt að borða heima­til­bú­inn mat að hætti mar­okkó­búa, upp­lifa fjöl­breytta menn­ingu lands­ins og kynna sér mis­mun­andi hefðir í klæðnaði og tónlist, allt á einu kvöldi,“ seg­ir Mia og bæt­ir við að það sé ómiss­andi að fara á Marra­kesh-safnið að ógleymdri Hamm­am spa-meðferð eða tyrkn­ensku baði sem þykir af­skap­lega gott fyr­ir lík­ama og sál.

Mikið lagt á inn­flytj­end­ur

Rúm­lega 600 ein­stak­ling­ar sem eiga ræt­ur sín­ar að rekja til Mar­okkó búa á Íslandi og helm­ing­ur þeirra börn sem hafa fæðst hér á landi. Mia seg­ir að flest­ir þeirra sem hér búa séu komn­ir til að vera en mikið sé lagt á inn­flytj­end­ur af hálfu Íslend­inga. „Það þarf að læra tungu­málið und­ir eins, græja hús­næði, vinna meira en 100% til að geta borgað leigu og fram­fleytt fjöl­skyld­unni. Svo þarf að auki að spara nægi­lega mik­inn pen­ing til að geta heim­sótt ætt­ingja í heima­land­inu við og við og svo margt fleira. Það er því miður skort­ur á tækj­um og tól­um til að hjálpa inn­flytj­end­um að aðlag­ast sam­fé­lag­inu hraðar en nú er gert og á ör­ugg­an hátt. Það er ekki kom­in það mikið reynsla á Íslandi í inn­flytj­enda­mál­um svo það er brýnt að koma með áætl­un um aðlög­un sem fyrst til að forðast vanda­mál sem kynnu að skap­ast í framtíðinni.“

Mía ásamt vinkonu í félagi marokkóskra kvenna á Íslandi.
Mía ásamt vin­konu í fé­lagi mar­okkóskra kvenna á Íslandi. Ljós­mynd/​Aðsend

Mia er ein þeirra kvenna frá Mar­okkó sem tóku sig sam­an og stofnuðu Fé­lag kvenna frá Mar­okkó en fé­lagið er hugsað til að opna dyr menn­ing­ar­heima bæði fyr­ir Íslend­inga og Mar­okkó­búa þannig að báðar þjóðir njóti góðs af. „Fé­lagið var einnig stofnað til að gefa mar­okkósk­um kon­um sem búa á Íslandi rödd, vett­vang til að hitt­ast og leggja áherslu á þessa fjöl­breytni og þá sér­stak­lega til að byggja upp menn­ing­ar­brú milli Mar­okkó og Íslands.“ Fé­lagið hef­ur nú þegar skipu­lagt viðburði þar sem bæði sam­fé­lög­in hitt­ast og gleðjast sam­an. Gest­um er þá boðið að kynn­ast mar­okkóskri mat­ar­gerð, tónlist og menn­ingu. Einnig hef­ur verið boðið upp á fyr­ir­lestra um Mar­okkó fyr­ir hóp ís­lenskra ferðamanna sem var á leið til Marra­kech. Í haust er svo stefn­an tek­in á að halda hátíðlega upp á sjálf­stæðis­dag Mar­okkó en landið fékk að hluta sjálf­stæði frá Spán­verj­um og Frökk­um 18. nóv­em­bert árið 1956. „Það er spenn­andi að kynn­ast sögu Mar­okkó og ég sjálf hlakka til að kynn­ast henni bet­ur á þess­um degi. Hugs­un­in er að bjóða bæði Mar­okkó­bú­um og Íslend­ing­um að gleðjast með okk­ur og halda upp á þenn­an dag með dansi, tónlist, kynn­ing­um og að sjálf­sögðu mintu­te og henna-húðflúri fyr­ir börn og áhuga­sama. Þetta verður bara hollt fyr­ir Ísland vegna þess að ég tel það mik­il­vægt að Íslend­ing­ar læri aðeins um sögu og menn­ingu inn­flytj­endanna sinna til að byggja upp heil­brigt nú­tíma­sam­fé­lag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert