Ómissandi húðvörur í ferðalagið

Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður hugar vel að húðinni á ferðalögum.
Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður hugar vel að húðinni á ferðalögum. Ljósmynd/Aðsend

„Bi­oef­fect-húðvör­urn­ar eru ómiss­andi á ferðalög­um og reynd­ar bara á hverj­um degi en ég fer ekk­ert án þeirra og vara­sal­va, ég kæm­ist held­ur ekki langt án hans. Það sem ég tek með mér í fríið er „On the go“-settið frá Bi­oef­fect, það inni­held­ur allt sem ég þarf í litl­um umbúðum og er í  leyfi­leg­um stærðum fyr­ir hand­far­ang­ur sem hent­ar mér vel.“

Hún seg­ist nota EGF-serumið á kvöld­in en það sé ein­stak­lega græðandi. „Þetta er líka besta af­ter sun sem ég kemst í og svo nota ég Day serumið á dag­inn. Mér finnst svo ómiss­andi að vera með Varagald­ur, frá ís­lenska merk­inu Villi­mey, í tösk­unni en hann er mjög græðandi og held­ur vör­un­um fersk­um bæði í hita og kulda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert