Veit ekki hvar ævintýraferðin endar

Ásta í jógastöðu um borð í Norrænu.
Ásta í jógastöðu um borð í Norrænu. Ljósmynd/Aðsend

„Ég hef kennt alls kon­ar lík­ams­rækt í mörg ár og langaði að breyta til, fá alþjóðleg rétt­indi til að geta kennt er­lend­is.“ Í kjöl­farið bauðst Ástu vinna við jóga­kennslu í Suður-Frakklandi í sum­ar sem hún sló svo sann­ar­lega ekki hend­inni á móti. „Ég mun vinna á litlu sveita­hót­eli sem lít­ur út eins og það sé klippt út úr bíó­mynd, hrika­lega krútt­legt. Ég verð þarna fram á haust en svo veit ég ekk­ert hvert lífið leiðir mig, von­andi áfram á heilsu­tengdri braut.“

Franska hótelið er sem klippt út úr bíómynd.
Franska hót­elið er sem klippt út úr bíó­mynd. Ljós­mynd/​Aðsend

Ásta ákvað að taka bíl­inn með sér þar sem hann smellpass­ar inn í um­hverfið í Frakklandi. „Þetta er Fiat 500, pínu­lít­ill og krútt­leg­ur. Ég tek Nor­rænu til Dan­merk­ur og keyri þaðan rúm­lega 2.000 kíló­metra til Suður-Frakk­lands. Ég var svo hepp­in að fá góðan ferðafé­laga með mér og við höf­um ákveðið að skoða okk­ur um í leiðinni,“ seg­ir Ásta sem held­ur á vit spenn­andi æv­in­týra.

Þeir sem vilja fylgj­ast með æv­in­týr­inu geta fylgt Ástu á In­sta­gram: aasta­sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert