Vinsælustu bækurnar í ferðalagið

Það getur verið afskaplega afslappandi að slaka á við sundlaugarbakkann …
Það getur verið afskaplega afslappandi að slaka á við sundlaugarbakkann með góða bók. Ljósmynd/Colourbox

Í bóka­búð Penn­ans Ey­munds­son­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli er að finna lif­andi lista yfir þær bæk­ur sem eru vin­sæl­ast­ar í ferðalagið þessa stund­ina. Hérna eru þær sex vin­sæl­ustu.

Sum­ar­eld­hús Flóru - Jenny Colg­an

Flóra MacKensie hef­ur ekki komið á æsku­slóðirn­ar á skosku eyj­unni Mure síðan móðir henn­ar lést. Nú þarf hún að snúa aft­ur vegna verk­efn­is í vinn­unni og með í för er yf­ir­maður henn­ar Joel sem hún er bál­skot­in í. Skyndi­lega er Flóra kom­in afur á æsku­heim­ilið með bræðrum sín­um og föður sem hún hef­ur varla talað við síðan hún fór burt. Dag einn finn­ur Flóra gamla stíla­bók með upp­skrift­um móður sinn­ar og um leið kvikn­ar aft­ur áhugi og ástríða henn­ar fyr­ir mat­ar­gerð. Áður en Flóra veit af er hún búin að opna mat­sölu í gömlu bleiku húsi við höfn­ina og hún ger­ir sér grein fyr­ir að hún verður að horf­ast í augu við mis­tök fortíðar­inn­ar áður en hún get­ur haldið áfram með líf sitt.

Gull­búrið - Camilla Läckberg

Með Gull­búr­inu fet­ar hin geysi­vin­sæla Camilla Läckberg nýj­ar braut­ir og skrif­ar sögu með ógleym­an­legri sögu­hetju og grímu­laus­um fem­in­ísk­um boðskap.

Út á við virðist Faye hafa allt. Full­kom­inn eig­in­mann, ynd­is­lega dótt­ur og lúxus­í­búð á besta stað í Stokk­hólmi. En myrk­ar minn­ing­ar frá æsku­ár­un­um sækja á hana og henni líður æ meira eins og fanga í gull­búri. Eitt sinn var hún sterk og metnaðarfull kona, en hef­ur gefið allt upp á bát­inn fyr­ir Jack.

Þegar hann svík­ur hana hryn­ur ver­öld Faye til grunna. Skyndi­lega er hún alls­laus. Hún er ráðþrota til að byrja með, en ákveður síðan að svara fyr­ir sig og legg­ur á ráðin um grimmi­lega hefnd.

Gull­búrið er gríp­andi skáld­saga um konu sem dreg­in er á tál­ar og mis­notuð, en tek­ur ör­lög sín í eig­in hend­ur. Áhrifa­mik­il saga um svik, upprisu og hefnd.

WOW Ris og fall flug­fé­lags­ins - Stefán Ein­ar Stef­áns­son

WOW ris og fall flug­fé­lags er mögnuð bók þar sem rakið er eitt merki­leg­asta viðskipta­æv­in­týri Íslands­sög­unn­ar. Ævin­týrið sner­ist upp í and­hverfu sína og þeirri at­b­urðarás er hér lýst af inn­sæi og ein­stakri þekk­ingu á flókn­um heimi flugrekst­urs.

Í þess­ari bók varp­ar Stefán Ein­ar Stef­áns­son blaðamaður ljósi á áður óþekkt­ar aðstæður þess að fé­lagið varð gjaldþrota en einnig það hvernig Skúla Mo­gensen, stofn­anda þess, tókst á ör­fá­um árum að byggja upp flug­fé­lag sem hafði áður en yfir lauk flutt tíu millj­ón­ir farþega yfir Atlants­hafið.

Gaml­ing­inn sem hugsaði með sér að hann væri far­inn að hugsa of mikið - Jon­as Jonas­son

Gaml­ing­inn sem hugsaði með sér að hann væri far­inn að hugsa of mikið er sjálf­stætt fram­hald af hinni geysi­vin­sælu bók Gaml­ing­inn sem skreið út um glugg­ann og hvarf.

Mein­fynd­in og skemmti­leg bók sem gef­ur fyrri bók­um Jon­as Jonas­son ekk­ert eft­ir.

Silf­ur­veg­ur­inn - Stina Jackson

Fyr­ir þrem­ur árum hvarf dótt­ir Lelle spor­laust fjarri al­fara­leið í norður­hluta Svíþjóðar. Lelle hef­ur síðan farið á hverju sumri og ekið eft­ir Silf­ur­veg­in­um í ör­vænt­ing­ar­fullri leit að dótt­ur sinni en líka til að finna frið með sjálf­um sér.

Meja, stúlka á svipuðum aldri og dótt­ir Lelle, sest að í litl­um bæ við Silf­ur­veg­inn, grun­laus um þær hætt­ur sem kunna að bíða henn­ar.

Með áleitn­um og harm­sögu­leg­um hætti tvinn­ast líf Meju og Lelle óvænt sam­an …

Mergjuð og dulúðug glæpa­saga, meist­ara­lega stíluð, sem hlotið hef­ur ein­róma lof víða um heim.

Met­sölu­bók­in Silf­ur­veg­ur­inn er fyrsta skáld­saga Stinu Jackson. Hún fædd­ist árið 1983 í Skell­ef­teå í norður­hluta Svíþjóðar. Árið 2006 flutti hún til Den­ver í Col­orado í Banda­ríkj­un­um þar sem hún býr með eig­in­manni sín­um og litl­um hundi.

Þegar kona brotn­ar - og leiðin út í lífið á ný - Sirrý Arn­ar­dótt­ir

Íslensk­ar kon­ur virðast geta axlað mikla ábyrgð og þolað mikið álag en hvað ger­ist ef áreynsl­an verður þeim um megn? Hér eru sagðar sög­ur kvenna sem kiknuðu und­an álag­inu en risu aft­ur upp og standa hnar­reist­ar eft­ir; ein­læg­ar og lær­dóms­rík­ar sög­ur sig­ur­veg­ara. En hvers vegna buguðust þær? Hvað varð þeim til bjarg­ar? Hver er leiðin til baka eft­ir brot­lend­ingu vegna kuln­un­ar? Í bók­inni er einnig fjallað um kon­ur fyrri tíma, hvernig þær brugðust við ör­mögn­un, og rætt við sál­fræðing um hvað ger­ist þegar kona brotn­ar og hver bjargráð henn­ar eru. Sirrý hef­ur feng­ist við fjöl­miðlun af öllu tagi í mörg ár, auk þess að kenna við há­skóla, hef­ur haldið fjölda nám­skeiða og skrifað bæk­ur um hvernig hægt er að auka lífs­gæði sín og ná góðum ár­angri. Bók­in er gef­in út í sam­vinnu við VIRK starf­send­ur­hæf­ing­ar­sjóð.

List­ann í heild má finna hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert