Vinsælustu hótelin í Kaupmannahöfn

Hótel Sanders í Kaupmannahöfn er sérstaklega hlýlegt og fallegt.
Hótel Sanders í Kaupmannahöfn er sérstaklega hlýlegt og fallegt. Ljósmynd/Hotel Sanders

Ef þú ert á leiðinni til borg­ar­inn­ar á næst­unni og vilt gera vel við þig þá eru þetta vin­sæl­ustu og mest spenn­andi hót­el­in um þess­ar mund­ir.

Nobis

Hót­elið er staðsett í fal­lega upp­gerðu húsi frá 1930 sem er frægt fyr­ir að hýsa kon­ung­lega tón­list­ar­skól­ann á árum áður. Fag­urt út­sýni prýðir flest her­bergi, annaðhvort yfir borg­ina eða yfir fagran bak­g­arð hót­els­ins.

Nimb hotel

Hót­elið er frá­bær­lega vel staðsett þar sem flest her­bergi á hót­el­inu snúa að Tív­olí­inu. Eins og að það eitt sé ekki nógu gott þá stát­ar hót­elið einnig af því að vera með einu þaksund­laug­ina í borg­inni.

Hotel Her­mann K

Fimm stjörnu nú­tíma­legt hót­el í iðnaðarstíl. Sér­stak­lega flott hvernig hönn­un­in teyg­ir anga sína utan á hús­inu líka en það er ekki alltaf sem það fer sam­an.

Hotel Sand­ers

Þetta hót­el er eins ólíkt Her­mann K-hót­el­inu og hugs­ast get­ur þar sem hlý­leiki og ar­in­eld­ur ræður ríkj­um. Eig­andi hót­els­ins er Al­ex­and­er Kølp­in sem fór frá því að vera ball­ett­d­ans­ari að at­vinnu yfir í að reka þetta fal­lega og fágaða hót­el.

Hotel´Angleter­re

Þetta klass­íska hót­el hef­ur verið eitt það vin­sæl­asta í borg­inn í yfir 250 ár og held­ur enn fast í vin­sæld­ir sín­ar. Veit­ingastaður hót­els­ins, Balt­haz­ar, er einnig með þeim vin­sælli í borg­inni og þess má til gam­ans geta að hann stát­ar af því að bjóða upp á 160 mis­mun­andi teg­und­ir af kampa­víni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert