Veggirnir hafa líf

Ung kona kíkir í bók undir vökulu auga heldur ófrýnilegrar …
Ung kona kíkir í bók undir vökulu auga heldur ófrýnilegrar veru á kaffihúsi, sem hróflað hefur verið upp skammt frá lestarspori nærri Brick Lane. mbl.is/KBL

Hér eru bara dóp­ist­ar og glæpa­menn,“ seg­ir leigu­bíl­stjór­inn þegar við nálg­umst hót­elið síðla kvölds. „Þetta er stór­hættu­legt hverfi.“

Það er auðvelt í nátt­myrkr­inu að ímynda sér að þetta sé rétt, allt frek­ar skugga­legt og vegg­irn­ir þakt­ir kroti. Upp­lýs­ing­ar bíl­stjór­ans eru hins veg­ar úr­elt­ar svo mun­ar tveim­ur eða þrem­ur ára­tug­um. Shor­ed­itch er hverfi í Aust­ur-London og var á sín­um tíma frek­ar niður­nítt. Fyr­ir vikið var þar að finna ódýrt hús­næði sem reynd­ist draga að lista­menn og stúd­enta. Smám sam­an tók hverfið við sér, fyllt­ist af versl­un­um, veit­inga­stöðum og krám; fyllt­ist af lífi. Nú er það orðið svo eft­ir­sótt að það stytt­ist í að lista­menn og stúd­ent­ar hafi ekki efni á að búa þar leng­ur. Þá finna þeir sér nýtt Shor­ed­itch og hringrás­in hefst á ný.

Oft þarf ekki mikið pláss til að koma verkum á …
Oft þarf ekki mikið pláss til að koma verk­um á fram­færi. Þess­ar ólíku mynd­ir voru á mjórri vegg­ræmu milli úti­dyra við göt­una Brick Lane. mbl.is/​KBL

Þegar þar að kem­ur má bú­ast við að Shor­ed­itch missi aðdrátt­ar­afl sitt, en eins og stend­ur iðar hverfið af lífi, utan al­fara­leiðar, en er spenn­andi hluti af borg­inni.

Ötull málari mundar fumlaus spreybrúsann við vegg í almenningsgarði. Þarna …
Ötull mál­ari mund­ar fum­laus sprey­brús­ann við vegg í al­menn­ings­garði. Þarna er verk við verk og óhikað málað yfir þau lista­verk sem fyr­ir eru. mbl.is/​KBL

Í Shor­ed­itch er hægt að una sér dag­langt við að skoða veggjalist. Mikið er um að vera í kring­um versl­un­ar­göt­una Brick Lane þar sem finna má allt milli him­ins og jarðar, bæk­ur, plöt­ur, hár­skera, axla­bönd og ann­an fatnað, mest notað, en einnig nýtt, og hreint magnaða tebúð. Þá er urmull af klúbb­um og veit­inga­stöðum á Curtain Road og Old Street.

Við komuna blasti við á vegg á móti hótelinu máluð …
Við kom­una blasti við á vegg á móti hót­el­inu máluð mynd af norsku söng­kon­unni Sigrid eins og hún kem­ur fyr­ir á al­búmi plötu sinn­ar Sucker Punch. Þess­ari mynd var þó ekki ætlaður lang­ur líf­tími. mbl.is/​KBL

Í Shor­ed­itch ófu húgenott­ar silki og hverfið var miðstöð hús­gagna­smíða á öld­um áður, en und­ir lok nítj­ándu ald­ar varð nafn þess sam­nefn­ari fyr­ir glæpi, vændi og fá­tækt. Viðsnún­ing­ur hverf­is­ins hófst um miðjan tí­unda ára­tug­inn. Nú er nafnið hins veg­ar notað þegar lýsa á hip­stera­væðingu þétt­býl­is­svæða, sem ganga í end­ur­nýj­un lífdaga.

Í lok ferðar var þessi mynd komin á vegginn gegnt …
Í lok ferðar var þessi mynd kom­in á vegg­inn gegnt hót­el­inu. Malcolm McDowell í hlut­verki Alex í Clockwork Orange, að hálfu vígreif­ur með mjólk­urglas í hendi, að hálfu í heilaþvotti með augað upp­glennt. mbl.is/​KBL
Veggir húsa við Brick Lane og hliðargöturnar í kring geta …
Vegg­ir húsa við Brick Lane og hliðargöt­urn­ar í kring geta verið skraut­leg­ir. Á þess­um hús­vegg við Buxt­on Street má greina John Lennon, hálf­gild­ings aug­lýs­ingu fyr­ir plöt­una Char­les Bra­dley, Black Vel­vet, og eftir­öp­un af þekktri aug­lýs­ingu fyr­ir kvik­mynd­ina Guðföður­inn, nema Trump er kom­inn í stað Brandos og á plakat­inu stend­ur The Odd­fat­her.
Fjölbreytileikinn er mikill. Á einni mynd sussar David Bowie á …
Fjöl­breyti­leik­inn er mik­ill. Á einni mynd suss­ar Dav­id Bowie á veg­far­end­ur, á ann­arri bros­ir kynja­vera með blóðhlaup­in augu. mbl.is/​KBL
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert