Brjálaður björn í breskri sveit

Hótelið lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn.
Hótelið lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn. Ljósmynd/CrazyBear

Þetta er hót­elið Crazy Bear Stadhampt­on, hug­ar­fóst­ur frum­kvöðuls­ins og hót­el­mó­gúls­ins Ja­son Hunt sem keypti húsið sem hót­elið hýs­ir fyr­ir rúm­um 20 árum og hef­ur núna byggt upp aðstöðu sem er engri ann­arri lík.

Móttaka hótelsins er í gömlum breskum strætisvagni.
Mót­taka hót­els­ins er í göml­um bresk­um stræt­is­vagni. Ljós­mynd/​Crazy Bear

Húsið sjálft er yfir 500 ára gam­alt og var hvert ein­asta horn gert upp á sín­um tíma. Hönn­un­in á hót­el­inu er ansi seiðandi og svart­ur lit­ur ráðandi í her­bergj­un­um með gyllt­um smá­atriðum og bólstruðum veggj­um. Í sum­um her­bergj­um er svo gyllt baðkar við rúm­stokk­inn sem gæti í mörg­um til­fell­um verið ansi nota­legt.  

Herbergi hótelsins eru öll ólík en mörg þeirra eiga það …
Her­bergi hót­els­ins eru öll ólík en mörg þeirra eiga það sam­eig­in­legt að vera með gyllt baðkar úti á miðju gólfi. Ljós­mynd/​Crazy Bear

Á hót­el­inu eru tveir veit­ingastaðir, ann­ars veg­ar bresk­ur og hins veg­ar tæl­ensk­ur. Báðir taka þeir ein­ung­is 25 manns í sæti og er ansi þétt setið sem gef­ur staðnum nota­lega sér­stöðu.

Tveir veitingastaðir eru á hótelinu. Hér má sjá þann breska.
Tveir veit­ingastaðir eru á hót­el­inu. Hér má sjá þann breska. Ljós­mynd/​Crazy Bear

Utan við hót­elið tek­ur svo bresk sveit við eins og best ger­ist. Í næsta ná­grenni er sveita­versl­un sem býður upp á heima­gert góðgæti á borð við sult­ur, heima­bakaðar kök­ur og lag­legt kjöt­borð og eins að það sé ekki nægi­lega heill­andi þá er heil­an dýrag­arð að finna fyr­ir utan versl­un­ina.

Andi liðinna tíma svífur yfir barnum á hótelinu.
Andi liðinna tíma svíf­ur yfir barn­um á hót­el­inu. Ljós­mynd/​Crazy Bear

Fín­gerð svína­fjöl­skylda tek­ur á móti glaðlynd­um gest­um sem og skondn­ar geit­ur sem sýna list­ir sín­ar. Það sem vek­ur svo kannski mesta at­hygli og ekki það sem bú­ast má helst við í breskri sveit er huggu­leg­ur hóp­ur af lama­dýr­um sem búin er að hreiðra um sig og unir vel við.

Það skýtur kannski skökku við að sjá geitur á leik …
Það skýt­ur kannski skökku við að sjá geit­ur á leik við hót­elið en heill­andi er það engu að síður. Ljós­mynd/​Crazy Bear


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert