Suðurland í sumarfríinu

Heilmikið er hægt að gera í sumarfríinu á Suðurlandi.
Heilmikið er hægt að gera í sumarfríinu á Suðurlandi. Ljósmynd/South.is

Nota­legt er að grilla á tjaldsvæðum vítt og breitt um landið og frá­bært að skella sér í sund á fjöl­mörg­um stöðum.

Íslend­ing­ar eru líka dug­leg­ir að ferðast er­lend­is en þá er ferðamát­inn oft­ast nær ann­ar. Þá gista Íslend­ing­ar á hót­el­um, borða á veit­inga­stöðum og kaupa sér afþrey­ingu. Marg­ir kann­ast ef­laust við að hafa farið utan og borðað á fleiri veit­inga­stöðum á einni viku en þeir gerðu allt síðasta ár á Íslandi! Þá kaup­ir fólk oft og tíðum afþrey­ingu á borð við skemmtig­arða, vatns­renni­brautag­arða, þemag­arða, sjó­skíði, jet ski, jeppa­ferð, köf­un, fjór­hjóla­ferð, hjóla­ferð, skíðaferð, aðgang í söfn, mat­ar­upp­lif­un með leiðsögn, göngu­ferð með leiðsögn og svo mætti lengi telja.

Á Íslandi er fjöl­breytt afþrey­ing í boði sem gef­ur afþrey­ingu er­lend­is ekk­ert eft­ir. Á Suður­landi er til að mynda fjöl­breytt afþrey­ing á borð við hella­ferðir, fjór­hjóla­ferðir, rib-báta­ferðir, kaj­ak, zipline, hesta­ferðir, köf­un, hjóla­ferðir, jeppa­ferðir, ís­hella­ferðir, snjósleðaferðir, göngu­ferðir með leiðsögn, fugla­skoðun, skoðun­ar­ferðir á marg­vís­leg söfn, heim­sókn í hús­dýrag­arða og margt fleira. Mat­ar­upp­lif­un á fjöl­breytt­um veit­inga­stöðum er víða að finna á Suður­landi þar sem boðið er upp á mat úr sunn­lensku hrá­efni. Einnig er hægt að finna fjöl­breytta gist­ingu um allt Suður­land eins og gisti­hús, hót­el, íbúðag­ist­ingu, tjald­stæði, hostel, glamp­ing (lúx­us tjaldgist­ing) og ým­is­legt fleira. Þetta fjöl­breytta fram­boð af veit­inga­stöðum, afþrey­ingu og gist­ingu er hluti af þeim já­kvæðu áhrif­um sem ferðaþjón­ust­an hef­ur á sam­fé­lagið.

Gleym­um við að upp­lifa Ísland á sama hátt og við leyf­um okk­ur að upp­lifa þegar við erum er­lend­is? Við erum vön því að geta gert skemmti­lega hluti á Íslandi sem kosta lítið sem ekk­ert, eins og að fara í úti­legu og sund, og leyf­um okk­ur oft og tíðum ekki að kaupa afþrey­ingu og upp­lif­un á Íslandi líkt og við ger­um er­lend­is.

Varðandi kol­efn­is­sporið er mun um­hverf­i­s­vænna fyr­ir okk­ur sem búum á Íslandi að ferðast um Ísland held­ur en að taka flugið á er­lenda grundu. Í því sam­hengi má bæði nefna sam­göngu­mát­ann og það staðbundna hrá­efni sem við get­um notið á ferðalagi okk­ar um landið. Ekki svo að við hætt­um að ferðast er­lend­is en við gæt­um stefnt að meira jafn­vægi í ferðalög­un­um okk­ar og um leið minnkað flug­visku­bitið svo­kallaða.

Við mæl­um með því að fólk ferðist um Suður­land og landið allt í sum­ar og leyfi sér að upp­lifa allt það sem ís­lensk ferðaþjón­usta býður upp á. Hægt er að nálg­ast upp­lýs­ing­ar um fjöl­breytta afþrey­ingu, viðburði, veit­ingastaði og gist­ingu hér.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert