Pakkað fyrir trússferð

Í trússferðum er nauðsynlegt að pakka naumt.
Í trússferðum er nauðsynlegt að pakka naumt. Ljósmynd/Colourbox

Mat, svefn­poka og til­heyr­andi er pakkað ofan í trús­stösku og flutt í náttstað, sem get­ur ým­ist verið tjald­stæði eða skáli.

Þó að ekki þurfi í trúss­ferðum að skera all­an út­búnað niður eins og þegar gengið er með allt á bak­inu þá er nauðsyn­legt að pakka naumt. Oft­ast er tak­markað pláss í trúss­bíl­um og bát­um og pökk­un þarf að taka mið af því.

Bækistöðvaferð er svipuð trúss­ferðum en þá er gengið með dag­poka út frá sama náttstað all­an tím­ann, tjaldi eða skála. Í bækistöðvaferðum er far­ang­ur ekki trússaður á milli náttstaða og hægt að vera enn frjáls­legri í pökk­un en í trúss­ferðunum.

At­hugið að list­inn hér að neðan er ekki tæm­andi, held­ur aðeins til viðmiðunar. End­an­leg­ur búnaður fer eft­ir per­sónu­leg­um þörf­um, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála eða dvalið í skála, þá má þar oft­ast finna eld­un­araðstöðu og matarílát auk sal­ern­is eða kam­ars með kló­sett­papp­ír.

Göngufatnaður

  • Góðir göngu­skór og mjúk­ir göngu­sokk­ar
  • Nær­föt, ull eða flís, eft­ir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngu­bux­ur / stutt­bux­ur

Í dag­pok­an­um

  • Bak­poka­hlíf / plast­poki inni í bak­pok­an­um
  • Átta­viti, landa­kort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyr­ir dag­inn
  • Göng­unasl svo sem þurrkaðir ávext­ir, súkkulaði og hnet­ur
  • Vatns­brúsi
  • Hita­brúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Göngustaf­ir
  • Mynda­vél og kík­ir
  • Sólgler­augu
  • Sól­ar­vörn og vara­sal­vi
  • Hæl­særisplást­ur, plást­ur, teygju­bindi og verkjalyf
  • Sal­ern­ispapp­ír, blautþurrk­ur og litl­ir plast­pok­ar fyr­ir notaðan papp­ír
  • Húfa, vett­ling­ar og buff um háls­inn
  • Vind- og vatnsþétt­ur hlífðarfatnaður
  • Legg­hlíf­ar, vaðskór og brodd­ar, ef þurfa þykir

Í trús­stösk­unni

  • Svefn­poki og lít­ill koddi
  • Bol­ur til skipt­ana og til að sofa í
  • Auka nær­bux­ur og sokk­ar
  • Höfuðljós
  • Tann­bursti og tann­krem
  • Sápa / sjampó
  • Lítið hand­klæði
  • Eyrnatapp­ar
  • Skála­skór
  • Pen­ing­ar
  • Núðlur eða pasta í pok­um
  • Puls­ur eða for­eldaðar kjúk­linga­bring­ur
  • Eitt­hvað gott á grillið
  • Kol og upp­kveik­i­lög­ur
  • Haframjöl
  • Brauð og flat­kök­ur
  • Smjör og álegg, svo sem ost­ur, kæfa, hangi­kjöt
  • Hrökk­brauð og kex
  • Þurrkaðir ávext­ir, súkkulaði og hnet­ur
  • Kakó, te og/​eða kaffi
  • Súp­ur
  • Krydd, t.d. salt og pip­ar

Ef sofið er í tjaldi þarf að auki í trús­stösk­una

  • Tjald og tjald­dýna
  • Prím­us og eldsneyti
  • Eld­spýt­ur
  • Pott­ur
  • Hita­brúsi og drykkjar­brúsi
  • Disk­ur og drykkjar­mál
  • Hnífa­pör
  • Vasa­hníf­ur / skæri
  • Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemm­ur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert