Sparaðu peninginn á ferðalaginu

Það getur borgað sig að reyna að skipuleggja fríið aðeins …
Það getur borgað sig að reyna að skipuleggja fríið aðeins betur. Ljósmynd/Colourbox

Ferðavef­ur­inn hef­ur tekið sam­an nokk­ur ráð sem gott er að hafa í huga á ferðalög­um, þau gætu jafn­vel sparað þér nokkra þúsund­kalla.

Síma­reikn­ing­ur­inn get­ur náð nýj­um hæðum ef þú ferð ekki var­lega. Það borg­ar sig að skoða hvaða pakk­ar eru í boði hjá síma­fé­lög­um áður en lagt er af stað, sím­tals­kostnaður og reikigjöld geta nefni­lega verið ansi dýr í sum­um lönd­um. Það er líka ágætt að venja sig á að slökkva á gagna­reki áður en ferðast er á nýj­ar slóðir og nýta sér Wi-Fi þar sem það er í boði. Ef þú ætl­ar þér að vera í lengri tíma í fjar­lægu landi er eina vitið að fá sér SIM-kort.

Hvernig stend­ur á því að þegar maður er á flug­velli þá virðist mann vanta allt? Augn­hvíl­ur, millistykki, hleðslu­tæki, tann­bursta og svo fram­veg­is. Skipu­leggj­um okk­ur bet­ur og spör­um pen­ing­inn á flug­völl­un­um, það er ekki allt ódýr­ast þar.

Rétta handfarangurstaskan kemur að góðum notum.
Rétta hand­far­ang­urstask­an kem­ur að góðum not­um. Ljós­mynd/​Colour­box


Fjár­festu í góðri hand­far­ang­ur­stösku og reyndu að koma öllu sem þú þarft fyr­ir í henni, já ég geri mér fulla grein fyr­ir því að þetta er áskor­un en hver hef­ur ekki lent í því að nota ein­ung­is helm­ing­inn af föt­un­um sem þvæld­ust með í ferðatösk­unni. Flug­far­gjöld eru líka tölu­vert lægri þegar ferðast er ein­ung­is með hand­far­ang­ur.

Það ger­ir ekki til að at­huga hvað það kost­ar að senda aukafar­ang­ur með pósti heim í stað þess að borga yf­ir­vi­gt. Berðu það sam­an, gæti í mörg­um til­fell­um verið tölu­vert ódýr­ara.

Það er miklu ódýrara að ferðast í strætó en með …
Það er miklu ódýr­ara að ferðast í strætó en með leigu­bíl. Ljós­mynd/​Colour­box

Notaðu al­menn­ings­sam­göng­ur í stað leigu­bíla á áfangastað. Það eru til allskyns smá­for­rit sem hjálpa þér við að skipu­leggja ferðir á milli staða. Svo gæti ferð í strætó eða lest líka orðið æv­in­týri og hluti af skemmti­legu ferðalagi, þú veist aldrei hverj­um þú kynn­ist á leiðinni.

Farðu held­ur í mat­vöru­búð og kauptu þér nesti, skelltu þér svo í laut­ar­ferð ef veðrið er gott. Bæði er það miklu ódýr­ara og skemmti­legra en að sitja inni á þétt­setn­um kaffi­hús­um.

Reyndu að kom­ast að því á hvaða veit­inga­stöðum heima­menn borða, þeir eru oft­ast tölu­vert ódýr­ari en ferðamanna­búll­urn­ar sem mælt er með á ferðavefsíðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert