Afþreying fyrir fjölskylduna á Tenerife

Snæfríður ásamt dóttur sinni í Siam Park.
Snæfríður ásamt dóttur sinni í Siam Park. Ljósmynd/úr einkasafni

Hún gef­ur hér fimm fjöl­skyldu­væn­ar hug­mynd­ir af  afþrey­ingu á eyj­unni en fjöl­skylda henn­ar var bú­sett á eyj­unni síðasta vet­ur. 

Siam Park

„Það er eig­in­lega skylda að heim­sækja þenn­an vatns­renni­braut­arg­arð. Þetta er mjög vandaður og flott­ur garður með renni­braut­ir fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Til að mynda er í garðinum á sem ligg­ur um all­an garðinn sem gam­an er að fljóta eft­ir á kút en leiðin ligg­ur meðal ann­ars í gegn­um fiska­búr með hákörl­um. Einnig er góð sólbaðsaðstaða í garðinum svo ef ein­hver í fjöl­skyld­unni vill frek­ar slaka á held­ur en að fá adrenalínið til að flæða þá má auðveld­lega koma sér vel fyr­ir og njóta sól­ar­inn­ar.“

Vís­inda­safn

„Ef þið leigið bíl og eruð orðin leið á strand­líf­inu þá er kjörið að keyra til borg­ar­inn­ar La Lag­una.  Þessi borg er mjög fal­leg og það er gam­an að ganga um miðbæ­inn og dást af lit­rík­um hús­un­um, en miðbær­inn er á heims­minja­skrá Unesco. Í La Lag­una er mjög skemmti­legt vís­inda­safn, MCC,  sem all­ir krakk­ar hafa gam­an af. Þar er hægt að prófa allskon­ar tryllta hluti, týn­ast í spegla­völ­und­ar­húsi og taka mynd­ir í grænu töku­her­bergi.“ 

Vísindasafnið er spennandi staður að vera á.
Vís­inda­safnið er spenn­andi staður að vera á. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Fjöl­skyldu­væn göngu­leið

„Ef þið viljið fara með krakk­ana í göngu þá mæli ég með leið sem ligg­ur á milli bæj­anna Las Gall­etas og Palm Mar. Gang­an hefst við Rauða kross húsið í útjaðri Las Gall­etas og ligg­ur stíg­ur meðfram sjón­um alla leið í Palm Mar. Leiðin ligg­ur fram­hjá ban­ana­bú­görðum, vita, kaktusa­gróðri og hraun­mynd­un­um.  Þegar komið er til Palm Mar er til­valið að  stoppa á Bahia Beach og fá sér að borða. Þar er líka flott leik­horn fyr­ir krakka og strand­blaksvöll­ur. Takið sund­föt með því það er lít­il strönd í Palm Mar, auk þess sem að á leiðinni eru marg­ar litl­ar sæt­ar vík­ur sem hægt er að baða í. Þessi leið er öll á jafn­sléttu en ef stemm­ing er fyr­ir því þá er líka hægt að ganga frá Palm Mar og yfir til Los Cristianos en þá er leiðin um 10 km löng í heild­ina, en part­ur­inn frá Palm Mar til Los Cristianos er erfiðast­ur, hann er upp í móti og stíg­ur­inn er bæði bratt­ur og gróf­ur svo sá hluti leiðar­inn­ar hent­ar ekki öll­um.“

Kvöld­mat­ur í kast­ala

Við fjöl­skyld­an höfðum mjög gam­an af því að eyða kvöldi í kast­al­an­um í San Migu­el. Þar er boðið upp á ridd­ara­sýn­ingu þris­var í viku og kvöld­mat. Um leið og stigið er inn í kast­al­ann fara gest­ir í raun aft­ur til miðalda því þeir eru látn­ir klæðast skikkj­um og heilsa kon­ung­in­um og drottn­ing­unni. Það má ganga um kast­al­ann og skoða sig um áður en sýn­ing­in byrj­ar en þá tek­ur við hin besta skemmt­un. Kvöldið var svo æsi­legt að það var lítið borðað af matn­um, hann gleymd­ist hrein­lega! Ég mæli þó ekki með þess­arri sýn­ingu fyr­ir börn yngri en 6 ára, dótt­ir okk­ar fimm ára var pínu hrædd á köfl­um því ridd­ar­arn­ir eru að berj­ast upp á líf og dauða.“

Skemmtileg kvöldstund í kastala.
Skemmti­leg kvöld­stund í kast­ala. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Spenn­andi leik­svæði

„Það þarf ekki alltaf að vera að fara með krakka í rán­dýra skemmtig­arða, oft dug­ar að heim­sækja nýtt leik­svæði með spenn­andi leik­tækj­um. Upp­á­halds­leiksvæðin okk­ar á eyj­unni eru í miðbæ Las Gall­etas og í miðbæ Playa San Juan. Spán­verj­arn­ir leggja mik­inn metnað í leik­svæðin sín og þau eru oft­ar en ekki þannig upp­byggð að stutt er í veit­inga­hús eða bar. Það er mik­il hvíld fólg­in í því fyr­ir for­eldra með börn á ferðalagi að geta sest niður með kaffi eða bjór og fylgst með börn­un­um leika. Ef þið eruð búin að fá nóg af hit­an­um og þurfið að fá ör­stutta hvíld frá börn­un­um þá er líka sniðugt að keyra í Di­verlandia eða Nikki Parque. Báðir þess­ir leikjag­arðarn­ir eru í Las Chafiras.“

Tenerife Krakkabókin er ómissandi í ferðalag fjölskyldunnar.
Teneri­fe Krakka­bók­in er ómiss­andi í ferðalag fjöl­skyld­unn­ar. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Fleiri fjöl­skyldu­væn­ar hug­mynd­ir  má finna í bók­inni “Teneri­fe krakka­bók­in - Geggjað stuð fyr­ir hressa krakka. Bók­in fæst á vefsíðunni lifi­der­fer­da­lag.is og í Ey­munds­son.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert