Einungis fyrir þá allra hugrökkustu

Rennibrautin er sú hæsta sinnar tegundar í heiminum og alls …
Rennibrautin er sú hæsta sinnar tegundar í heiminum og alls ekki fyrir viðkvæma. Ljósmynd/ArceloMittalOrbit

Fyr­ir þá allra hug­rökk­ustu er í boði að fara í æsispenn­andi renni­braut sem fer á rúm­lega 25 km hraða heila 178 metra. Ferðin tek­ur ör­stutta stund og er að sögn þeirra sem hafa farið alls ekki fyr­ir viðkvæma en vin­sælt er að skora á vini til að fara í þessa hættu­för.

Renni­braut­in, sem er í 80 metra hæð, hring­ar sig 12 sinn­um í kring­um Arcel­orMittal spor­baug­in og því lík­legt að of­ur­hug­arn­ir sem láta plata sig í ferðina verði ansi ringlaðir í rím­inu við lend­ingu. Ofan af renni­braut­inni má sjá fag­urt út­sýni yfir borg­ina áður en lagt er af stað og geta glögg­ir gest­ir séð glitta í St. Pauls dóm­kirkj­una, Big Ben og Can­ary Warf, fjár­mála­hverfið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert