Taskan sem tekið er eftir

Snati virðist glaður að sjá sjálfan sig á ferðatöskunni, eða …
Snati virðist glaður að sjá sjálfan sig á ferðatöskunni, eða hvað? Ljósmynd/Firefox

Það er al­geng sjón að sjá fólk hlaupa á eft­ir tösk­unni á færi­band­inu eins og það eigi lífið að leysa ein­ung­is til að átta sig á því að task­an var alls ekk­ert í þeirra eigu. Það skutl­ar því tösk­unni aft­ur á færi­bandið og fel­ur sig skömm­ustu­lega í fjöld­an­um. Flest­ar af þess­um tösk­um sem tekn­ar eru í mis­grip­um eru dökk­leit­ar og eins venju­leg­ar og ger­ist. Það er því gott ráð að leggja sig fram við að breyta út­liti tösk­unn­ar þá annaðhvort til dæm­is með rauðri slaufu, velja ann­an lit á tösk­una nú eða skreyta hana með fögru and­liti gælu­dýrs­ins, þá eru af­skap­lega litl­ar lík­ur á því að task­an verði tek­in í mis­grip­um nú eða að hún fari fram hjá eig­and­an­um.

Fyr­ir­tækið Firefox hef­ur ein­mitt sér­hæft sig í þeirri list að skreyta ferðatösk­ur og hjálpað þannig fjölda ferðamanna að finna tösk­urn­ar sín­ar fljótt og ör­ugg­lega. Þeir prenta þá mynd sem þeim er send á spand­ex-efni sem svo ferðatask­an er klædd í.

Mynd af sjálfum þér eða pirraða nágrannanum? Þitt er valið.
Mynd af sjálf­um þér eða pirraða ná­grann­an­um? Þitt er valið. Ljós­mynd/​Firefox

Þeir sem eru svo í miklu stuði geta látið prenta and­litið á sér á efn­is­bút­inn. Það er þá nokkuð ör­uggt að eng­inn muni taka hana í mis­grip­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert