Ísóðir Íslendingar í London

Gómsætur og girnilegur ís.
Gómsætur og girnilegur ís. Ljósmynd/Istock

Það þarf þó ekki að koma á óvart þar sem ís­lensk­ur ís er af­skap­lega góður og marg­ir þegn­ar þjóðfé­lags­ins heltekn­ir af ísáti, það mætti jafn­vel taka svo sterkt til orða að Íslend­ing­ar væru ísóð þjóð. Ísinn má svo ekki vanta á ferðalög­um er­lend­is og hef­ur ferðavef­ur­inn í til­efni þess tekið sam­an fjór­ar af bestu ísbúðum í London, verði ykk­ur að góðu.

Milk Train
Ef þig lang­ar í eitt­hvað ægi­lega sætt, hvort sem er í mall­ann eða á mynd, skaltu skutl­ast niður í Co­vent Garden og fá þér lit­rík­an ís­rétt í Milk Train ísbúðinni. Sum­ir ís­rétt­ana koma á can­dy floss beði sem ger­ir þá enn girni­legri fyr­ir augað.

Hversu fallegur getur einn ísréttur verið?
Hversu fal­leg­ur get­ur einn ís­rétt­ur verið? Ljós­mynd/​Milk Train


Dom­in­ique An­sel
Hvernig hljóm­ar fros­in út­gáfa af S´mor­es, hun­angs­marín­eraðir syk­ur­púðar vafðir utan um vanilluís með stökku súkkulaðivöffl­um? Nú eða Banof­fee Paella þar sem kara­melluseraðir ban­an­ar eru born­ir fram með heima­til­bún­um Dulce de Leche ís? Eins og draum­ur í dós? Dom­in­ique An­sel baka­ríið býður upp á listi­lega fal­lega og girni­lega ís­rétti sem tekn­ir eru upp í nýj­ar hæðir.

Listilega fallega ísrétti er að finna í bakaríinu.
Listi­lega fal­lega ís­rétti er að finna í baka­rí­inu. Ljós­mynd/​Dom­in­ique An­sel

GROM
Nýj­asti ís­bit­inn í bæn­um er mætt­ur beint frá Ítal­íu en GROM er keðja með yfir 60 búðir í heima­land­inu. Búðin vel­ur alltaf bragð mánaðar­ins þannig að það er alltaf eitt­hvað nýtt og spenn­andi að ger­ast. Fyr­ir þá sem vilja kæla sig í sum­ar­hit­an­um er mælt með því að fá sér sor­bet en hann ku vera einn sá besti í bæn­um á GROM.

Nýjasti ísbitinn í bænum kemur beint frá Ítalíu.
Nýj­asti ís­bit­inn í bæn­um kem­ur beint frá Ítal­íu. Ljós­mynd/​Grom

La Gelatiera
Fyr­ir þá sem eru æv­in­týra­gjarn­ir er La Gelatiera rétta ísbúðin þar sem hún bíður upp á und­ar­leg­ar sam­setn­ing­ar á ís. Til dæm­is Porc­ini sveppa- og súkkulaðiís eða basil- og chiliís. Svo er líka alltaf hægt að fá sér einn áfeng­an sor­bet annað hvort Mojito eða fer­skju Bell­ini, hvað er hægt að biðja um meira?

Spennandi samsetningar saman komnar í einum ís.
Spenn­andi sam­setn­ing­ar sam­an komn­ar í ein­um ís. Ljós­mynd/​LaG­elatiera
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert