Fékk loks drauminn uppfylltan

Greipur fékk loksins draum sinn uppfylltan þegar hann skíðaði niður …
Greipur fékk loksins draum sinn uppfylltan þegar hann skíðaði niður Snæfellsjökul með fjölskyldu sinni. Ljósmynd/Úr einkasafni

Greip­ur sem hef­ur verið á skíðum frá því að hann fór að ganga og æft skíði með skíðadeild Ármanns síðastliðinn 5 ár var ákveðinn í því að ná að fara á topp­inn á jökl­in­um áður en hann yrði 12 ára. For­eldr­arn­ir, Harpa Þórðardótt­ir sál­fræðiráðgjafi og Ásmund­ur Þórðar­son, markaðsstjóri Fjalla­kof­ans, eru mikið skíðafólk og hafa stundað fjalla­skíðun í nokk­ur ár. Dóra Sól­dís, 23 ára eldri dótt­ir þeirra hjóna sem er mik­ill úti­vistagarp­ur var einnig með í ferðinni.

Greipur ásamt Hörpu móður sinni, Ásmundi föður sínum og Dóru …
Greip­ur ásamt Hörpu móður sinni, Ásmundi föður sín­um og Dóru Sól­dísi, stóru syst­ur. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Lagt var af stað úr Hafnar­fiðri að morgni hvíta­sunnu­dags og keyrt á Arn­arstapa. Eft­ir að hafa komið sér fyr­ir á gisti­húsi á Arn­arstapa og farið í göngu­ferð á Hellna meðan að beðið var eft­ir að jök­ull­inn hreinsaði sig af skýja­hulu sem lúrði yfir tind­in­um var lagt af stað. Greip­ur fékk að prófa búnaðinn og reyna sig í að ganga upp með skinn und­ir skíðunum og hæl­inn laus­an í skíðabind­ing­un­um. Frum­raun­in gekk vel og gengið var upp í miðjan jök­ul og inn í þok­una þar sem ákveðið var að láta gott heita og reyna á upp­göngu dag­inn eft­ir. Skíðaferðin niður gekk vel í blautu sum­ar­færi og þá var gott að vera á breiðum fjalla­skíðum frá Völkl sem flutu vel á snjón­um. Það stóðst á end­um að um leið og búið var að setja skíðin á topp­inn á bíln­um þá birti til og jök­ull­inn blasti við okk­ur í allri sinni dýrð. Þó var ákveðið að halda aft­ur niður á Arn­arstapa og borða kvöld­mat og njóta kvölds­ins en halda á jök­ul­inn í bítið morg­un­inn eft­ir. Um kvöldið fékk Dóra Sól­dís sím­tal frá hópi ungra fjalla­skíðara sem var að fara í miðnæt­ur­göngu á jök­ul­inn. Hún skellti sér því af stað um tíu­leytið og hóp­ur­inn var á toppn­um laust eft­ir miðnætti. Þau fengu frá­bært veður og út­sýni í kvöld­sól­inni en erfiðara færi þar sem það myndaðist hörð skel yfir mjúk­an sum­arsnjó­inn um nótt­ina.

Greipur rauk upp jökulinn og blés ekki úr nös.
Greip­ur rauk upp jök­ul­inn og blés ekki úr nös. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Að morgni ann­ars í hvíta­sunnu var Dóra Sól­dís vak­in upp eft­ir að hafa sofið í 5 tíma eft­ir miðnæt­ur­göng­una. Það var glamp­andi sól og ekk­ert að van­búnaði að leggja af stað á topp­inn. Greip­ur sagðist vera svo spennt­ur að hann væri með fiðrildi í mag­an­um en ljómaði af til­hlökk­un. Lagt var af stað frá staðnum þar sem áður stóð skíðalyfta og gengið sem leið lá upp og stefnt á topp­inn. Greip­ur fékk að ganga fyrst­ur og stjórna hraðanum. Í glamp­andi sól og sum­ar­hita var ekk­ert verið að flýta sér held­ur lögð áhersla á að njóta ferðar­inn­ar upp á topp. Þegar upp var komið blasti við stór­kost­legt út­sýni og þess var notið meðan borðað var nesti og und­ir­búið að skíða niður sem er auðvitað alltaf það sem er mest spenn­andi. Brekk­an niður sem er um fjór­ir kíló­metr­ar var frá­bær og eins og alltaf í fjalla­skíðaferðum það sem fólk hlakk­ar til eft­ir erfiða upp­göngu sem ger­ir brekk­una enn skemmti­legri.

Dásamleg útsýn í kvöldsólinni.
Dá­sam­leg út­sýn í kvöld­sól­inni. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Eft­ir fjalla­skíðaferðina var haldið að Arn­arstapa til að fá sér fisk og fransk­ar sem al­gjör­lega er hægt að mæla með. Ungi maður­inn sem var að prófa fjalla­skíði í fyrsta sinn get­ur ekki beðið eft­ir að prófa aft­ur og stefnt er í Kerl­ing­ar­fjöll síðar í sum­ar en næsta sum­ar er hann ákveðinn í að skinna á Hvanna­dals­hnjúk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert