Gefur leigjendum aðgang að afskekktum ferðamannastöðum

Kolbeinn Björnsson og Ólafur Gunnar Sverrisson, forsvarsmenn Mink Campers, og …
Kolbeinn Björnsson og Ólafur Gunnar Sverrisson, forsvarsmenn Mink Campers, og Soffía Þórðardóttir, forstöðumaður Ferðalausna hjá Origo ánægð með samstarfið. Ljósmynd/Aðsend

Mink Cam­pers eru nú þegar byrjaðir að taka á móti pönt­un­um í gegn­um Car­en, en kerfið er lyk­ill í hraðri upp­bygg­ingu er­lend­is.

Kol­beinn Björns­son, fram­kvæmda­stjóri Mink Cam­pers, seg­ir fyr­ir­tækið hafa opnað nú þegar leig­ur í Skotlandi, Rúm­en­íu og Nor­egi. ,,Auk þess mun­um við opna á þrem­ur stöðum í Nor­egi í ár. Mark­mið okk­ar er að opna 50 út­leigu­stöðvar víðs veg­ar um Evr­ópu á næstu tveim­ur árum. Car­en kerfið mun gera okk­ur mögu­legt að opna stöðvar um Evr­ópu í ólík­um gjald­miðlum með ein­föld­um, hraðvirk­um og stöðluðum hætti. 

 Þannig get­um við veitt viðskipta­vin­um okk­ar sömu upp­lif­un hvar sem þeir eru í Evr­ópu, í gegn­um sama viðmótið á heimasíðu okk­ar. Mink Cam­pers er í okk­ar huga Airbnb nátt­úr­unn­ar og gef­ur leigj­end­um Minks­ins aðgang að af­skekkt­um ferðamanna­stöðum t.d. í norður Nor­egi og skosku- og rúm­ensku hálönd­un­um. Við bjóðum upp á heild­ar­lausn þar sem ferðamaður­inn bók­ar bíl­inn og gist­ing­una í gegn­um kerfið og fær síðan leiðarlýs­ing­ar og upp­lif­an­ir í gegn­um Car­en Dri­ver Gui­de leiðarlýs­ing­ar­kerfið. Ferðamaður­inn get­ur því ein­beitt sér að því að njóta ferðar­inn­ar og nátt­úr­unn­ar," seg­ir Kol­beinn. 

Mink Campers gistivagninn hentar vel á óhefðbundnari slóðir.
Mink Cam­pers gisti­vagn­inn hent­ar vel á óhefðbundn­ari slóðir. Ljós­mynd/​MinkCam­pers

 ,,Við erum ákaf­lega stolt af því að Mink Cam­pers hafi valið Car­en bíla­leigu­lausn­ina,“ seg­ir Soffía Þórðardótt­ir, for­stöðumaður Ferðalausna hjá Origo. Hún tel­ur jafn­framt að sam­starfið muni hjálpa Origo að þróa kerfið enn frek­ar til að upp­fylla þarf­ir hins alþjóðlega viðskipta­vin­ar.

 Car­en lausn­in ger­ir bíla­leig­um kleift að halda utan um flota, fram­boð, verð, til­boð og bók­an­ir á bíl­um og tengd­um þjón­ust­um. Sam­starfið við Mink Cam­pers er hið fyrsta sinn­ar teg­und­ar utan Íslands, en Car­en er út­breidd­asta bíla­leigu­lausn­in hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert