Þetta þarftu að sjá í Flórens

Flórens á Ítal­íu er án efa ein fal­leg­asta borg í heimi og því ekki að undra að hún hafi stund­um verið nefnd Fag­ur­borg upp á ís­lensku. Þegar komið er til Flórens er sem tím­inn hafi stöðvast upp úr miðöld­um, maður yrði ekki hissa á því að mæta ein­hverj­um úr Medici-fjöl­skyld­unni, Leon­ar­do Da Vinci eða sjálf­um Machia­velli á förn­um vegi. Borg­in er frek­ar smá miðað við aðrar ít­alsk­ar borg­ir og búa ein­ung­is tæp­lega 400 þúsund íbú­ar í henni en fjöldi ferðamanna og er­lendra nem­enda fer létt með að tvö­falda íbúa­fjöld­ann á góðum degi. Það er ekki spurn­ing um hvað hægt sé að gera í Flórens held­ur hvort næg­ur tími sé fyr­ir hendi til að kom­ast yfir allt það sem er í boði. Ferðavef­ur­inn mæl­ir þó með að byrja á því að skoða eft­ir­far­andi sex staði. 

Piazza Michelang­elo

Frá­bært fyrsta stopp þegar komið er til borg­ar­inn­ar. Þarna er að finna besta út­sýnið yfir borg­ina og ágætt að staðsetja sig í upp­hafi ferðar­inn­ar, njóta feg­urðar­inn­ar og finna helstu kenni­leiti Flórens eins og Dóm­kirkj­una og Ponte Vecchio-brúna. 

Dómkirkjan í öllu sínu veldi.
Dóm­kirkj­an í öllu sínu veldi. mbl.is/​pixa­bay

 

Piazza del Duomo 

Það er nán­ast bannað að fara ekki að skoða Dóm­kirkj­una þegar komið er til Flórens og ekki úr vegi að skella sér í messu sé það á annað borð í boði en upp­lýs­ing­ar um tíma­setn­ing­ar er að finna í kirkj­unni. Einnig er til­valið að skella sér í lauflétt­an tröppu­tíma og rölta upp all­ar þær 463 tröpp­ur sem leiða þig á topp­inn þar sem við tek­ur af­skap­lega fal­legt út­sýni. 

San Lorenzo-markaðurinn iðar af mannlífi frá morgni til kvölds.
San Lor­enzo-markaður­inn iðar af mann­lífi frá morgni til kvölds. Mbl.is/​NS

San Lor­enzo-markaður­inn 

Rétt norðan við Piazza del Duomo er San Lor­enzo-markaður­inn en þar er að finna ým­iss kon­ar vör­ur sem hægt er að fá á hlægi­legu verði. Markaður­inn sam­an­stend­ur af litl­um búðum sem eru á til­tekn­um kerr­um, þær eru svo tekn­ar sam­an á kvöld­in og dregn­ar í geymslu og þannig geng­ur það fyr­ir sig dag eft­ir dag, ár eft­ir ár. 

Ponte Vecchio er eitt af fallegu kennileitum borgarinnar.
Ponte Vecchio er eitt af fal­legu kenni­leit­um borg­ar­inn­ar. mbl.is/​Pixa­bay

Ponte Vecchio 

Ponte Vecchio eða gull­brú­in eins og marg­ir kalla hana var lengi vel eina brú­in yfir ána Arno eða allt til árs­ins 1218. Und­ir lok 16. ald­ar var það fyr­ir­skipað af yf­ir­völd­um í Tosk­ana að á brúnni mætti ein­ung­is reka skart­gripa­versl­an­ir og er það enn gert í dag. Brú­in er geysi­lega fög­ur og einn fjöl­farn­asti staður­inn í  Flórens. 

Mörg af fegurstu listaverkum heims er að finna á Uffizi-safninu.
Mörg af feg­urstu lista­verk­um heims er að finna á Uffizi-safn­inu. mbl.is/​pixa­bay

Gallerie degli Uffizi 

Dá­sam­lega fal­legt lista­safn sem geym­ir fjöld­ann all­an af lista­verk­um frá end­ur­reisn­ar­tím­an­um. Þarna er meðal ann­ars að finna Fæðingu Venus­ar eft­ir Botticelli og Dío­ný­sos eft­ir Cara­vaggio. Um höll­ina liggja leynigöng sem ná yfir Ponte Vecchio-brúna og end­ar í her­toga­höll­inni Palazzo Pitti. 

Fagurt er um að litast í Boboli-garðinum.
Fag­urt er um að lit­ast í Bo­boli-garðinum. mbl.is/​Iherm­an

Bo­boli-garður­inn 

Aft­an við Palazzo Pitti er að finna fal­leg­an garð sem upp­lagt er að eyða fögr­um sum­ar­degi í og njóta þess sem hann hef­ur upp á að bjóða. Jafn­vel finna sér góðan stað, lesa og láta sig dreyma. 

  

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert