Spennandi dagleiðir frá París

Byggingin og garðurinn í kringum Versali eru sannkallað listaverk.
Byggingin og garðurinn í kringum Versali eru sannkallað listaverk. Ljósmynd/Pixabay

Rétt utan við höfuðborg­ina eru fleiri heill­andi staðir sem hægt er að heim­sækja í dags­ferðum frá Par­ís.

Versal­ir

Í til­efni þess að það eru 100 ár frá því að skrifað var und­ir Versala­samn­ing­inn, sem batt enda á fyrri heims­styrj­öld­ina, er upp­lagt að kíkja við í vist­ar­ver­um Loðvíks 14, Versala­höll. Höll­in var byggð á 17. öld og er hreint ótrú­legt að sjá bæði bygg­ing­una sjálfa sem og garðinn sem um­lyk­ur hana. Versala­höll er ein­ung­is í 45 mín­útna lest­ar­ferð frá Par­ís.

Mont Saint-Michel


Eyj­an sem þorpið stend­ur á er eins og klippt út úr æv­in­týra­mynd. Þetta miðald­arþorp er byggt í kring­um klaust­ur og er af­skap­lega heill­andi að heim­sækja. Ferðin tek­ur tæp­ar fjór­ar klukku­stund­ir í heild­ina frá Par­ís og því borg­ar sig að leggja snemma af stað, en það er svo sann­ar­lega þess virði.

Eyjan er eins og klippt út úr ævintýramynd.
Eyj­an er eins og klippt út úr æv­in­týra­mynd. Ljós­mynd/​Pixa­bay

Champagne

Skál í boðinu. Eins og nafnið gef­ur til kynna er kampa­vín fram­leitt í Champagne-héraðinu í Frakklandi og er vínið þaðan það eina sem má kalla kampa­vín, allt annað er freyðivín. Ferðin frá Par­ís með lest tek­ur ein­ung­is rúm­lega tvo tíma.

Skál í boðinu.
Skál í boðinu. Ljós­mynd/​Flickr


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka