Kaupmannahöfn með krökkum

Þessi fyrr­ver­andi höfuðborg Íslend­inga er frá­bær heim að sækja og ekki er verra ef fjöl­skyld­an er öll með í för því borg­in er mjög hent­ug fyr­ir börn. Ekki aðeins er margt hægt að gera held­ur eru vega­lengd­ir stutt­ar og auðvelt að ferðast um á hjóli og strætó eða lest­um.

Ferðalag til Kaup­manna­hafn­ar hef­ur þann kost að þangað er stutt að fara, tíma­mis­mun­ur er lít­ill, verð á flug­miða með því hag­stæðasta sem ger­ist frá Íslandi og fram­boð á flugi er mikið. Þetta er því góður áfangastaður til að taka börn­in með sér í ferðalagið. Núna eru skóla­frí bæði á haustönn og vorönn og er til dæm­is kjörið að heim­sækja þessa ein­stak­lega fjöl­skyldu­vænu höfuðborg á þeim tíma þó líka sé gott að fara til borg­ar­inn­ar á sumr­in.

Notaðu strætó

Með app­inu „DOT mobil­bill­etter“ er þægi­legt að kaupa miða í strætó og lest­ir og leita að ferð. At­hugaðu að hver full­orðinn má taka með sér tvö börn und­ir 12 ára án auka­gjalds. Fyr­ir þá sem ætla að heim­sækja mörg söfn og skemmtig­arða í frí­inu má at­huga með að kaupa svo­kallað „Copen­hagen Card“ en þá fæst af­slátt­ur af miðaverði og al­menn­ings­sam­göng­ur eru innifald­ar.

Leigðu hjól

Þeir sem fara til borg­ar­inn­ar með börn ættu endi­lega að leigja hjól að minnsta kosti einn dag. Það er besta leiðin til að sjá borg­ina en maður kemst yfir svo miklu stærra svæði og er eng­um háður. Börn yngri en tíu ára geta til dæm­is setið í kerru fram­an á hjóli en svona flutn­inga­hjól eru al­geng í borg­inni, ekki síst hjá fjöl­skyld­um þar sem þau koma hrein­lega í staðinn fyr­ir fjöl­skyldu­bíl­inn. Ofan í kass­ann er hægt að koma bæði börn­um og far­angri. Þegar hjólað er á svona hjóli er best að fara ekki of hratt yfir og halda sig hægra meg­in á hjóla­stíg­um.

Mik­il­vægt er líka að nota hend­urn­ar til að láta vita hvað maður ætl­ar sér í um­ferðinni; hönd­in upp þýðir stopp og svo er bent með hægri eða vinstri hendi í þá átt sem stefnt er en hend­urn­ar koma í stað beygju­ljósa.

Taktu nesti

Það get­ur verið dýrt að borða hverja ein­ustu máltíð úti og gerðu því eins og Dan­irn­ir og taktu með þér nesti. Hægt er að stoppa víða við leik­velli og fá sér nesti þar og for­eldr­arn­ir geta setið leng­ur á meðan börn­in leika sér.

Þessi fyrrverandi höfuðborg Íslendinga er frábær heim að sækja og …
Þessi fyrr­ver­andi höfuðborg Íslend­inga er frá­bær heim að sækja og ekki er verra ef fjöl­skyld­an er öll með í för því borg­in er mjög hent­ug fyr­ir börn. mynd/​Thom­as­Rous­ing

Nestisaðstaðan er stund­um inn­an­dyra eins og í vís­inda­safn­inu Experi­ment­ari­um, sem fjallað er um hér til hliðar. Líka eru mörg nest­is­borð í dýrag­arðinum fyr­ir gesti svo þar er al­gjör óþarfi að kaupa mat. Hægt er að heim­sækja smur­brauðsstof­ur og taka með ekta smur­brauð í nesti en líka er mögu­leiki að kíkja bara í næstu mat­vöru­versl­un eða pizz­astað í ná­grenni við nest­isstaðinn og grípa bita þar.

Ekki fara í búðir

Þegar fjöl­skyld­ur eru á ferð, sér­stak­lega þegar börn­in eru lít­il, ætti að tak­marka tím­ann í búðum eins og kost­ur er, sér­stak­lega í fata­búðum. Úthald barna er al­mennt ekki mikið í versl­un­um og búðaráp get­ur því skapað heil­mikla tog­streitu. Ef það þarf að versla þá er um að gera að gera það skipu­lega og á stað sem börn­in geta sest niður eða haft eitt­hvað annað að gera.

Leikvellir eru víða um borgina þar sem gott er að …
Leik­vell­ir eru víða um borg­ina þar sem gott er að leyfa börn­un­um að hreyfa sig og for­eldr­arn­ir geta sest niður á meðan. mynd/​BuroJ­antzen

Áfangastaður árs­ins 2019

Tveir af þeim stöðum sem fjallað er um hér til hliðar, Experi­ment­ari­um og Tivoli, eru á lista tíma­rits­ins Time yfir hundrað mögnuðustu staði í heimi árið 2018, fyrsta árið sem list­inn er birt­ur. Enn­frem­ur er Kaup­manna­höfn í fyrsta sæti yfir þær borg­ir sem ferðatíma­ritið fræga Lonely Pla­net mæl­ir með að fólk heim­sæki árið 2019.

Vís­inda­tilraun­ir, fræðsla og gam­an

Vís­inda­miðstöðin Experi­ment­ari­um hef­ur verið starf­rækt frá 1991 en var ný­verið opnuð í end­ur­bættri og stærri mynd í Hell­erup. Áhersl­an er lögð á vís­indi og tækni og er safn­inu skipt niður í mörg svæði á þrem­ur hæðum auk úti­svæðis á þaki. Þarna er hægt að kanna áhrif lofts­lags­breyt­inga og skoða viðbrögð við þeim, rann­saka flutn­ings­miðlun með því að senda varn­ing um all­an heim í formi kúlna sem ferðast um í loft­inu, sápu­kúlu­svæðið er heilt æv­in­týri og ekki má gleyma svæðinu þar sem áhersla er lögð á hreyf­ingu og sam­vinnu en þar geta hóp­ar skráð sig sem lið og tekið hinum ýmsu áskor­un­um.

Á strandsvæðinu er hægt að rannsaka öldumyndum.
Á strandsvæðinu er hægt að rann­saka öldu­mynd­um. mynd/​Dav­idTrood

Á ein­um báseru heila­bylgj­ur rann­sakaðar þar sem tveir geta keppt í því að vera sem allra ró­leg­ast­ir, sem er meira spenn­andi en það hljóm­ar. Síðan er heilt svæði til­einkað strönd­inni þar sem hægt er að mynda öld­ur og leika sér í vatni. Leik­ur að ljósi og lit­um er á ein­um stað þar sem til dæm­is er hægt að spila á leysi­geislahörpu og rann­saka skugga­mynd­un. Á þessu safni má snerta, það er hreint og beint nauðsyn­legt. Allt sem er þarna inni bygg­ist á því að leika og læra.

Litir, ljós og skuggar eru þemað í ljósavölundarhúsinu.
Lit­ir, ljós og skugg­ar eru þemað í ljósa­völ­und­ar­hús­inu. mynd/​And­ers­Bru­un

Safnið í heild sinni er kjörið fyr­ir börn á grunn­skóla­aldri en einnig er þarna að finna sér­stök svæði sem eru ætluð yngstu börn­un­um, m.a. á neðstu hæð og á bygg­inga­leik­velli á efstu hæð þar sem eldri krakk­ar eru spurðir hvort þeir séu ör­ugg­lega nógu litl­ir til að fara þangað inn. Yngstu börn­un­um á því ekki að finn­ast þau vera útund­an þó þau ráði ekki við allt þarna. Hér er alls ekki allt upp talið sem hægt er að gera eins og marg­miðlun­ar­kvik­mynda­hús en það er þó hægt að gera sér grein fyr­ir því að það er hægt að vera þarna all­an dag­inn, eða marga daga ef því væri að skipta.

Ekki missa af ís­björn­un­um

Dýrag­arður­inn í Frederiks­berg er virki­lega heill­andi. Hann er á skemmti­leg­um stað við Frederiks­berg-al­menn­ings­garðinn sem gam­an að heim­sækja. Maður get­ur verið hepp­inn og séð fíl­ana úr garðinum, án þess að heim­sækja dýrag­arðinn. Heim­sókn­in er samt sann­ar­lega þess virði. Dýrag­arður­inn var stofnaður 1859 og er einn af elstu dýra­görðunum í Evr­ópu. Í garðinum er sí­fellt verið að breyta og bæta. Það sem heill­ar gesti hvað mest er nýja fíla­húsið sem hannað var af Sir Norm­an Foster. 

Tívolíið í Kaupmannahöfn er einn fallegasti skemmtigarður heims.
Tív­olíið í Kaup­manna­höfn er einn fal­leg­asti skemmtig­arður heims. mynd/​Wiki­media

Nýtt svæði til­einkað norður­skaut­inu er líka mjög skemmti­legt en þar er hægt að sjá ís­birni bæði ofan í vatni og up­p­úr auk þess sem hægt er að fræðast um dýr á norður­slóðum í gegn­um marg­miðlun. Í dýrag­arðinum eru öll mögu­leg heims­ins dýr en ekki missa held­ur af gír­öff­un­um, þeir fara kannski held­ur ekki fram­hjá manni, svo há­vaxn­ir eru þeir. Svo er líka hús­dýrag­arður þar sem hægt er að klappa geit­um, sem slak­ar á jafn­vel stressaðasta fólki.

Töfr­andi skemmtig­arður

Flest­ir hafa heyrt um Tivoli í Kaup­manna­höfn en ef til vill vita ekki all­ir að þar er nú opið stór­an hluta árs­ins. Sér­stakt hrekkja­vökuþema rík­ir til dæm­is í garðinum í kring­um skóla­frí á haust­in. Garðinum er svo lokað um tíma og hann sett­ur í jóla­bún­ing. Í ár bætt­ist síðan við að nú er Tivoli opið í kring­um skóla­frí í fe­brú­ar.

Þetta er þriðji elsti skemmtig­arður í heimi en Tivoli var opnað 1843. Garður­inn er samt langt í frá staðnaður og mörg ný tæki hafa verið tek­in í notk­un á síðustu árum. Ef ætl­un­in er að fara í mörg tæki er best að kaupa „turp­as“ með aðgang­in­um inn í Tivoli því þá er hægt að kom­ast í öll tæki án þess að borga meira. Mörg tæki eru þarna fyr­ir yngstu kyn­slóðina, til dæm­is eru fallt­urn­ar fyr­ir stóra og smáa.

Tivoli þykir mörg­um ein­hver fal­leg­asti skemmtig­arður heims og tek­ur hann á sig nýja mynd þegar dimma tek­ur og því gam­an að vera þarna eft­ir myrk­ur. Veit­ingastaðirn­ir eru ótalmarg­ir og því er ekki mikið mál að dvelja þarna all­an dag­inn með góðum pás­um inni á mili. Fólk á ferð til Kaup­manna­hafn­ar með börn ætti endi­lega að stíla inná að ferðast til borg­ar­inn­ar þegar Tivoli er opið.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert