„Maður kemur til baka algjörlega núllstilltur

Katrín Amni elskar að upplifa nýja hluti með dætrum sínum.
Katrín Amni elskar að upplifa nýja hluti með dætrum sínum. Ljósmynd/ Úr einkasafni

Katrín sem stýr­ir meðal ann­ars ís­lenska víta­mín­vörumerk­inu ICEHER­BS og sinn­ir ýms­um öðrum markaðsverk­efn­um og er einnig fram­kvæmda­stjóri fé­lags viðskipta- og hag­fræðinga seg­ir að fyr­ir utan vega­bréf og pen­inga þá séu þetta þeir fimm hlut­ir sem nauðsyn­legt sé að taka með þegar haldið er af stað í frí. 

Earpods
Get ekki verið án þeirra bara yfir höfuð, hvað þá á ferðalög­um. Nota þá til þess að tala í sím­ann, hlusta á tónlist, hljóðbæk­ur og fleira. Elska þessa snilld­argræju.“

Flott sólgler­augu
„Must have alltaf alls staðar ávallt, í alls kon­ar aðstæðum og geta bjargað mörg­um “bad hair­days”, sem jú eiga til að henda mann ein­mitt sér­stak­lega á ferðalög­um.“

Bak­poki
„Ég elska bak­poka af öll­um toga. Stór­ir, litl­ir, leður, íþrótta og á al­veg nokkra. Ég elska að ferðast með bak­poka sér­stak­lega ef ég er að ferðast með börn­in mín, þá eru báðar hend­ur laus­ar fyr­ir litl­ar hend­ur og svo er það al­gjört must ef maður er í íþrótta­ferðum eða ferðalög­um sem krefjast mik­illa ferðalaga á milli staða.“

Google Maps í sím­an­um
Manni eru all­ir veg­ir fær­ir í líf­inu á ferðalög­um með Google og Google Maps. Það end­ar flestallt vel með Google Maps. Ef það þarf að skipta um skoðun, finna hvað sem hug­ur­inn girn­ist, kort, leiðar­vísi, plana. Nei list­inn er óend­an­leg­ur. Ég hafði ekki hug­mynd um hvað ég nota þetta mikið fyrr en ég fór að spá í topp 5 list­an­um mín­um.“

Rétt hug­ar­far 
„Klisja? Nei. Það er bara þannig. Óvænt­ir at­b­urðir, ný stefna, bras, alls kon­ar fólk og  menn­ing. Já þetta hug­ar­far skipt­ir öllu heims­ins máli ef maður ætl­ar að njóta sín á ferðalög­um sín­um á þess­ari snilld­arplán­etu sem við búum á. Þrátt fyr­ir grjót­hart ferðapl­an og dúnd­ur­skipu­lag þá er gott líka að geta bara farið með straumn­um, sætta sig við sumt og taka ákv­arðanir upp á nýtt.“

Síðar í sum­ar er Katrín að fara með dæt­ur sín­ar til Frakk­lands þar sem þær byrja ferðalagið í Normandí-héraði með góðum vin­um og halda svo suður eft­ir á frönsku ri­víer­una þar sem dæt­urn­ar fara í æv­in­týra- og íþrótta­skóla í tvær vik­ur. 
„Ég elska að ferðast með dæt­ur mín­ar tvær, sem eru 5 og 9 ára, og gera eitt­hvað öðru­vísi með þeim og hlökk­um við mikið til. Í haust ætla ég svo sjálf ein í jóga-retreat en er ekki búin að ákveða ná­kvæm­lega hvert í þetta sinn. Ég reyni að kom­ast í jóga er­lend­is á hverju ári. Maður kem­ur til baka al­gjör­lega núllstillt­ur.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert