Krúttlegasta kaffihúsið í London

Kaffihúsið sem staðsett er í Belgravia hverfinu í London er …
Kaffihúsið sem staðsett er í Belgravia hverfinu í London er afskaplega fallegt. Ljósmynd/PeggyPorschen

Það kom snemma í ljós að Peggy hafði einstaka hæfni í eldhúsinu og sérstaklega þegar kom að því að baka kökur og skreyta þær. Að námi loknu vann hún á hinum ýmsu hótelum við kökubakstur þar til að hún stofnaði sitt eigið fyrirtæki sem ber nafn hennar.

Peggy er vinsæl á meðal þekktra einstaklinga í Bretlandi og …
Peggy er vinsæl á meðal þekktra einstaklinga í Bretlandi og víðar. Ljósmynd/Peggy Porschen

Hún hefur skrifað fjölda bóka um kökuskreytingar og haldið óteljandi námskeið þar sem hún kennir áhugasömum að baka og skreyta brúðartertur og ýmiskonar kökur. Hún hefur verið vinsæl í London hjá fræga fólkinu og bakaði meðal annars brúðartertu Stellu McCartney en einnig hefur hún bakað kökur fyrir Madonnu, Elton John og fleiri þekkta einstaklinga. 

Peggy er metsöluhöfundur og hefur gefið út fjölda bóka um …
Peggy er metsöluhöfundur og hefur gefið út fjölda bóka um kökur og kökuskreytingar. Ljósmynd/Amazon.co.uk

Ef þú átt leið um London á næstunni og hefur mikinn áhuga á kökum og kræsingum þá er upplagt að kíkja í kaffi og köku til hennar Peggy en hún opnaði fyrir nokkrum árum kaffihús sem er jafn fallegt og kökurnar hennar. Þar býður hún upp á brot af því allra besta og mætti segja að kaffihúsið væri draumi líkast, að minnsta kosti fyrir þá sem elska bleikan lit og blóm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka