Eldheitt espresso hvar sem er

Fátt betra en að fá sér kaffi í ósnertri náttúru.
Fátt betra en að fá sér kaffi í ósnertri náttúru. Ljósmynd/Colourbox

Jú, það er hægt að hita vatn á prím­us og blanda í það skyndikaffi en þeir sem finnst það arg­asta ógeð eru al­deil­is ekki hrifn­ir af því. Wacaco minipresso kem­ur þá sterkt inn til bjarg­ar en þarna erum við að tala um ferðakaffi­vél sem tek­ur við svo­kölluðum nespresso-hylkj­um.

Það fer ósköp lítið fyr­ir græj­unni í far­angr­in­um sem er grund­vall­ar­atriði þegar ferðast er til að mynda á fjöll­um. Það eina sem þú þarft að gera er að hita vatn og skella um­hverf­i­s­vænu hylki í vél­ina, smella á takka og þá er til­bú­inn ljúf­ur kaffi­bolli á ör­skots­stundu. 

Kaffi­vél­ina má til dæm­is finna hér og svo á Íslandi fæst ein svipuð hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert