Lítil fjölskylda lagði upp í leiðangur

Bræðurnir bíða spenntir eftir því sem dregið er upp úr …
Bræðurnir bíða spenntir eftir því sem dregið er upp úr sjónum. Ljósmynd/Fhg

Við lögðum af stað úr Reykja­vík að vinnu­degi lokn­um einn föstu­dag­inn og brunuðum bein­ustu leið til Stykk­is­hólms og kom­um okk­ur vel fyr­ir á Foss­hót­el­inu í bæn­um þar sem biðu okk­ar mjúk­ar sæng­ur og af­skap­lega fal­legt út­sýni yfir bæ­inn. Við skellt­um okk­ur í stutt­an göngu­túr fyr­ir hátt­inn en ætl­un­in var að ganga niður að höfn og skoða göm­ul hús sem mörg hver hafa verið gerð svo fal­lega upp. Það fór nú ekki svo þar sem risa­stór hoppu­dýna, ekki langt frá hót­el­inu, togaði í mína menn sem rifu af sér skóna og hömuðust á dýn­unni eins og eng­inn væri morg­undag­ur­inn. Móðirin hugsaði að þetta gæti nú ekki verið svo slæmt, þeir myndu að minnsta kosti sofa vel eft­ir hama­gang­inn.

Ýmiskonar sjávardýr voru veidd og gaman var að skoða.
Ýmis­kon­ar sjáv­ar­dýr voru veidd og gam­an var að skoða. Ljós­mynd/​fhg

Við sváf­um svo vel og lengi í þessu dá­sam­lega um­hverfi að við misst­um af glæsi­legu morg­un­verðar­hlaðborði. Starfs­menn aumkuðu sig yfir okk­ur og hættu snar­lega við að rífa af borðunum og buðu okk­ur vel­kom­in að narta í það sem eft­ir var. Við vor­um af­skap­lega þakk­lát þar sem við höfðum lít­inn sem eng­an tíma til að stoppa í baka­ríi þar sem við vor­um á leið í sigl­ingu. Með mat í maga mætt­um við með þeim síðustu í Vík­inga­sus­hi æv­in­týra­sigl­ingu á veg­um Sæ­ferða. Veðrið var dá­sam­lega fal­legt, stillt en skýjað, nátt­úr­an var aug­ljós­lega í spari­skapi og til­bú­in að sýna okk­ur sín­ar bestu hliðar.

Fosshótel á Hellnum í allri sinni dýrð.
Foss­hót­el á Helln­um í allri sinni dýrð. Ljós­mynd/​Foss­hotel

Eyj­arn­ar í Breiðarf­irði eru ótelj­andi og hver ann­arri feg­urri, þetta svæði er sann­kallaður æv­in­týra­heim­ur þar sem hægt er að skoða fjöl­breytt­ar berg­mynd­an­ir, við sáum til að mynda sjald­gæft stuðlaberg sem lá lá­rétt. Fjörður­inn iðar af fugla­lífi á þess­um tíma árs og fannst okk­ur fjöl­skyld­unni unun að fylgj­ast með. Um miðja ferð var komið að hápunkt­in­um en þá var út sett­ur plóg­ur sem dró upp það sem hafið gaf þann dag­inn.

Mæðginin saman í fjöruferð á Hellnum.
Mæðgin­in sam­an í fjöru­ferð á Helln­um. Ljós­mynd/​fhg

Þarna var að finna hörpu­skel, ígul­ker, krabba, kross­fiska og alls kyns kynja­skepn­ur sem und­ir­rituð kann ekki að nefna. All­ir gest­ir um borð fengu að skoða og smakka á þessu góðgæti og er óhætt að segja að litla fjöl­skyld­an hafi snúið södd og sæl aft­ur í land.

Við kvödd­um Stykk­is­hólm og héld­um glöð í bragði í átt að Helln­um, þar sem næstu nótt skyldi eytt. Á leiðinni áðum við á kaffi­húsi sem kall­ar sig Rjúk­anda en þar er ómiss­andi að staldra við og fá sér kaffi­sopa og jafn­vel kleinu­bita, ef vel ligg­ur á manni. Strák­arn­ir slógu alla vega ekki hend­inni á móti heima­til­búnu bakk­elsi sem beið okk­ar við kom­una.

Útsýnið úr herberginu.
Útsýnið úr her­berg­inu. Ljós­mynd/​fhg

Síðla dags mætt­um við á Foss­hót­elið á Helln­um, sem er í ein­stak­lega fal­legu um­hverfi. Sól­in var enn hátt á lofti og birt­an sem hún gaf frá sér sveipaði um­hverfið gyllt­um tón. Ekki stakt ský var að finna á himni og Snæ­fells­jök­ull reis tign­ar­leg­ur yfir svæðið. Mikið óskap­lega er þetta ein­stak­ur staður, það er ég viss um að marg­ir eru sam­mála mér um. Við kom­um okk­ur fyr­ir í fal­legu her­bergi þar sem rús­ín­an í pylsu­end­an­um var að frá flest­um glugg­um sást glitta í jök­ul­inn. Við rölt­um niður í fjöru þar sem við mætt­um glaðlynd­um ferðalöng­um sem sátu á kaffi­hús­inu þarna í fjör­unni og nutu lífs­ins á sól­ríku su­mar­kvöldi. Það var sem tím­inn stæði í stað og ekk­ert annað skipti máli en ein­mitt þessi stund.

Huggulegt herbergið á Fosshóteli Hellnum.
Huggu­legt her­bergið á Foss­hót­eli Helln­um. Ljós­mynd/​Foss­hót­el

Eft­ir að hafa notið um­hverf­is­ins sett­umst við á veit­ingastaðinn á hót­el­inu og feng­um okk­ur ljúf­feng­an fisk. Við kom­um okk­ur fyr­ir snemma í hátt­inn, strák­arn­ir glugguðu í bók og það gerði ég líka, á milli þess sem ég naut þess að horfa á jök­ul­inn loga.

Kátur kiðlingur á geitabúinu á Háafelli.
Kát­ur kiðling­ur á geita­bú­inu á Háa­felli. Ljós­mynd/​fhg

Við ætluðum al­deil­is ekki að missa af morg­un­verðinum og stillt­um vekj­ara­klukku, svona bara til að vera viss. Við urðum held­ur bet­ur ekki fyr­ir von­brigðum með þær kræs­ing­ar sem þar biðu okk­ar, við átt­um erfitt með að velja á milli þess sem kæmi til með að fylla maga­málið þenn­an morg­un­inn.

Geitur eru dásamlega vinaleg dýr.
Geit­ur eru dá­sam­lega vina­leg dýr. LJós­mynd/​fhg

Eft­ir morg­un­mat­inn var tími til kom­inn að halda í átt­ina heim en við ákváðum að taka smá sveigju á leið okk­ar og keyrðum sem leið lá í átt að Reyk­holti. Þar ætluðum við nefni­lega að kíkja á nokkr­ar geit­ur sem við höfðum heyrt að væru ansi skemmti­leg­ar. Það kom okk­ur á óvart hvað þær voru gæf­ar og minntu okk­ur meira á hunda held­ur en til dæm­is kind­ur. Við átt­um erfitt með að slíta okk­ur frá þess­um fal­legu og ró­legu dýr­um en það var tími til kom­inn að rjúka heim. Jú, þvott­ur­inn, vinn­an og hvers­dags­lífið beið eft­ir okk­ur og var orðið óþol­in­mótt, við héld­um því bein­ustu leið heim með bros á vör og í hjarta eft­ir góða helgi sam­an. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert