Brot af því besta í Washington

Washington er heillandi borg sem hefur upp á margt að …
Washington er heillandi borg sem hefur upp á margt að bjóða. Ljósmynd/Pixabay

Borg­in hef­ur hingað til ekki verið sér­stak­lega þekkt sem mat­ar­borg en þó er heil­mikið um að vera þegar kem­ur að góðum mat eins og eft­ir­far­andi listi gef­ur til kynna. 

Rétt upp hönd sem væri til í að dýfa sér …
Rétt upp hönd sem væri til í að dýfa sér í þess­ar kök­ur. Ljós­mynd/​Baked & Wired

Bestu súkkulaðismá­kök­urn­ar í borg­inni má finna á einu skemmti­leg­asta svæði borg­ar­inn­ar sem heit­ir Geor­get­own og minn­ir um margt á svæði í Evr­ópu. Þar er að finna bakarí sem heit­ir Baked & Wired og að sögn leyni­legra upp­lýs­inga sem Ferðavef­ur­inn hef­ur und­ir hönd­um þá er þarna að finna bestu súkkulaðismá­kök­urn­ar. 

Baka í morgunmat, hádegismat og kvöldmat, er það nokkuð of …
Baka í morg­un­mat, há­deg­is­mat og kvöld­mat, er það nokkuð of mikið? Ljós­mynd/​Pie Sisters

Hver elsk­ar ekki ekta banda­ríska böku, svona eins og við sjá­um í bíó­mynd­um á borð við Waitress. Á svipuðum slóðum og Baked & Wired baka­ríið má finna annað bakarí sem heit­ir Pie Sisters og er í eigu þriggja systra sem lifa fyr­ir bök­ur af öll­um stærðum og gerðum. Í baka­rí­inu er að finna eft­ir­rétt­ar­bök­ur en einnig bök­ur sem henta vel sem máltíð, hvort sem er í morg­un­mat, há­deg­is­mat eða kvöld­mat. 

Veitingastaður sem heitir því skemmtilega nafni Lucky Buns hlýtur að …
Veit­ingastaður sem heit­ir því skemmti­lega nafni Lucky Buns hlýt­ur að boða eitt­hvað gott. Ljós­mynd/​Lucky Buns

Það er ekki hægt að gera lista um góðan mat í Banda­ríkj­un­um án þess að á hon­um sé góður ham­borg­ari. Sam­kvæmt út­send­ara á veg­um Ferðavefs­ins er það ham­borg­arastaður­inn Lucky Buns sem ber víst höfuð og herðar yfir aðra álíka í borg­inni. Veit­ingastaður­inn er staðsett­ur í Adams Morg­an hverf­inu sem er heill­andi hverfi stút­fullt af skemmti­leg­um veit­inga­stöðum og kaffi­hús­um.

Eintóm gleði í gosbrunninum.
Ein­tóm gleði í gos­brunn­in­um. Ljós­mynd/​Anacost­iaPark

Á sumr­in ætti að skylda alla að fara í að minnsta kosti eina laut­ar­ferð, hvort sem það er hérna heima eða á er­lendri grundu. Veðrið spil­ar að sjálf­sögðu stórt hlut­verk þegar farið er í eina slíka ferð en í Washingt­on er oft­ast gott veður, alla­vega yfir sum­ar­tím­ann. Við Anacost­ia ánna í borg­inni er víst að finna besta svæðið fyr­ir laut­ar­ferð. Þar eru The Danc­ing Fountains þar sem börn og sum­ir full­orðnir geta skellt sér í og kælt sig niður í gos­brunn­in­um. Á föstu­dög­um á sumr­in er svo boðið upp á ókeyp­is tón­leika sem full­komn­ar laut­ar­ferðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert