Herdís og Aron keyptu sér húsbíl 27 ára

Húsbílinn heitir Krílríkur eftir hundinum hans Steinríks en Aron og …
Húsbílinn heitir Krílríkur eftir hundinum hans Steinríks en Aron og Herdís eru miklir aðdáendur bókanna um Ástrík og Steinrík.Krílríkur er Dodge Ram-trukkur og verður öldungur á næsta ári því hann er árgerð 1995. Mynd úr einkasafni

Her­dís Helga­dótt­ir og Aron Birk­ir Stef­áns­son falla  ekki al­veg inn í staðalí­mynd hús­bíla­eig­anda. Þótt þau séu ekki orðin þrítug hafa þau átt hús­bíl í nokk­ur ár og elska þenn­an ferðamáta. 

„Við hlæj­um oft að því með vin­um okk­ar að við höf­um al­veg rústað miðaldra-keppn­inni með því að kaupa okk­ur hús­bíl,“ seg­ir Her­dís Helga­dótt­ir, starfsmaður Hjálp­ræðis­hers­ins á Ak­ur­eyri, en hún og eig­inmaður henn­ar Aron sem er smiður hafa átt hús­bíl í tæp þrjú ár. Bíl­inn eignuðust þau þegar þau voru 27 ára göm­ul. „Já við erum tölu­vert yngri en flest­ir hús­bíla­eig­end­ur sem við hitt­um á tjaldsvæðum lands­ins, þótt þar sé reynd­ar fólk á öll­um aldri. Við hitt­um senni­lega oft­ast út­lend­inga á okk­ar aldri í litl­um tjöld­um eða eldra fólk á hús­bíl­um. Það fer þó aðeins eft­ir því hvar maður er, hvernig aðstaðan á tjaldsvæðinu er o.s.frv. Á tjaldsvæðum passa all­ir inn því þar er alls kon­ar fólk svo ald­ur­inn skipt­ir ekki öllu!“

Húsbílaeigandur nýta gjarnan veturinn til þess að sinna viðhaldi á …
Hús­bíla­eig­and­ur nýta gjarn­an vet­ur­inn til þess að sinna viðhaldi á bíln­um og skipu­leggja ferðalög næsta sum­ar. Her­dís og Aron dreym­ir um að fara til Fær­eyja á sín­um hús­bíl. Hér eru þau við Svarta­foss. Mynd úr einka­safni

Hvernig kom það til að þið keyptuð ykk­ur hús­bíl? „Við keypt­um bíl­inn af for­eldr­um mín­um þegar þau fengu sér nýrri bíl. Við fór­um bæði mjög mikið í úti­leg­ur með fjöl­skyld­un­um okk­ar sem börn, mín fjöl­skylda í tjaldi og fjöl­skylda Arons í tjald­vagni. Þegar ég og bróðir minn vor­um hætt að koma með for­eldr­um okk­ar í úti­leg­ur fengu þau sér sinn fyrsta hús­bíl. Þá var ég um 17 ára og mér fannst þetta ekk­ert ofsa­lega spenn­andi. Eft­ir að ég kláraði há­skól­ann og kynnt­ist því á ný að fá sum­ar­frí fór­um við Aron að ferðast meira og meira um Ísland, þá í tjaldi, og sáum fljótt hvað hús­bíl­arn­ir eru hent­ug­ur ferðamáti.“

Hvert hafið þið farið á hús­bíln­um?  „Við höf­um ein­göngu ferðast inn­an­lands og farið um nán­ast allt Ísland; hring­veg­inn, Langa­nes og Mel­rakka­sléttu, norðan­verða Vest­f­irði og Snæ­fellsnesið. Við eig­um sunn­an­verða Vest­f­irði reynd­ar eft­ir. Eitt af fyrstu ferðalög­un­um á bíln­um var þegar við fór­um vest­ur á firði sum­arið 2017. Ég hafði aldrei áður komið á Vest­f­irði og við vor­um mjög hepp­in með veður. Ég er reynd­ar hrika­lega bíl­hrædd á vond­um veg­um svo hjart­slátt­ur­inn var oft frek­ar hraður en ferðin var góð! Ann­ars eru all­ar ferðir góðar, sér­stak­lega ef veðrið er gott. Göngu­ferðir, heit­ir pott­ar, gít­ar, prjón­ar, spil, bæk­ur og heitt kakó — þetta eru nokk­ur lyk­il­orð þegar kem­ur að ferðalög­un­um okk­ar og það er svo hollt að koma sér frá amstri hver­dags­ins og bara njóta lífs­ins! Eft­ir­minni­leg­asta úti­leg­an hlýt­ur samt að vera þegar við fór­um á Möðru­dal á Fjöll­um. Á tjaldsvæðinu þar var geit sem var bæði frek og fynd­in. Hún vissi sko hvað hún vildi — og henni var slétt sama hvað mann­fólkið vildi. Hún reyndi að éta úti­legu­stól­inn minn, fór inn í tjaldið hjá bresk­um mótor­hjóla­ferðamönn­um og stangaði ferðamenn sem reyndu að reka hana út úr tjald­inu sínu. Við lág­um inni í hús­bíl, fylgd­umst með geit­inni á kvöld­göng­unni sinni og grét­um úr hlátri.“

Frek og fyndin geit á tjaldstæðinu á Möðrudal á Fjöllum.
Frek og fynd­in geit á tjald­stæðinu á Möðru­dal á Fjöll­um. Mynd úr einka­safni

Hvað er það besta og það versta við hús­bíla­lífið? „Frelsið er dá­sam­legt. Þegar við vor­um með tjald var und­ir­bún­ing­ur­inn fyr­ir ferðalög svo mik­ill, það þurfti að ná í allt í geymsl­una, pakka niður föt­um, raða mat í kæli­box og muna eft­ir kælikubb­un­um, troða dót­inu í bíl­inn og svo fram­veg­is. Svo kem­ur það nú fyr­ir að það rigni hér á landi svo við vor­um ein­hvern veg­inn alltaf með hálf­blautt tjald og borðandi volgt jóg­úrt úr kæli­boxi sem stóð ekki al­veg und­ir nafni. Í hús­bíln­um erum við hins veg­ar með öll helstu þæg­indi, rúm, vask, ís­skáp, gashell­ur, lýs­ingu og hita. Svo er hann vatns- og vind­held­ur svo veðrið trufl­ar mann ekki ná­lægt því eins mikið og þegar maður ferðast með tjald. Við ger­um bíl­inn til­bú­inn á vor­in og svo get­um við lagt af stað í ferðalag með eng­um fyr­ir­vara, hvenær sem er. Það er það besta! Þegar maður kem­ur á tjaldsvæðið þarf ekki að setja neitt upp eða tjalda neinu, við erum bara til­bú­in. Ef fólk vill stoppa lengi á sama stað og geta skroppið hingað og þangað er hús­bíll­inn kannski ekki besti ferðamát­inn, þar sem maður get­ur ekki skroppið í bíltúr nema ganga frá og fara af tjaldsvæðinu. En við erum yf­ir­leitt bara í eina til tvær næt­ur á hverj­um stað og þá er þetta ekk­ert mál.“

Ein­hver góð ráð til þeirra sem eru að íhuga að fá sér hús­bíl? „Skoða geymsluplássið í bíln­um, það er mis­mun­andi hvað maður þarf mikið en það er mik­il­vægt að hafa nóg. Mik­il­væg­ast finnst mér að bíll­inn sé traust­ur og vel far­inn, sama hvort hann er gam­all eða nýr. Svo mæli ég með því að skoða það að ganga í hús­bíla­fé­lag, það get­ur borgað sig og þar fær maður ýmis ráð.“

Hvert dreym­ir ykk­ur um að fara á hús­bíln­um næst? „Okk­ur lang­ar að fara til Fær­eyja. Aron hef­ur aldrei komið til Fær­eyja og ég hef bara farið í tvær stutt­ar vinnu­ferðir þangað. Mig lang­ar að fara þangað aft­ur og aft­ur. Mig dreym­ir líka um að fara ein­hvern dag­inn til Skandi­nav­íu á bíln­um en það er dýrt og þá þarf maður að hafa góðan tíma. Ég hef farið ótal sinn­um til Nor­egs og á marga vini þar en hef sjald­an fengið að vera túristi og virki­lega skoða þetta fal­lega land.“

Bíllinn er geymdur í hlöðu á bóndabæ á veturna. Herdís …
Bíll­inn er geymd­ur í hlöðu á bónda­bæ á vet­urna. Her­dís seg­ist vera mikið jóla­barn en strax eft­ir jól fer hún að hlakka til að ná í bíl­inn úr geymslu. Mynd úr einka­safni
Kakó og góð bók er ómissandi í útilegulífið.
Kakó og góð bók er ómiss­andi í úti­leg­ulífið. Mynd úr einka­safni



Frelsið er yndislegt. Herdísi fannst húsbílar óspennandi kostur þegar foreldrar …
Frelsið er ynd­is­legt. Her­dísi fannst hús­bíl­ar óspenn­andi kost­ur þegar for­eldr­ar henn­ar fengu sér hús­bíl þegar hún var 17 ára göm­ul. Það átti síðar eft­ir að breyt­ast og hún var sjálf orðin hús­bíla­eig­andi 27 ára. Mynd úr einka­safni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert