Hér verður áramótafjörið á Tene

Bambú sýnir áramótaskaupið. Snakkseðill í boði. Hattar og ýlur verða …
Bambú sýnir áramótaskaupið. Snakkseðill í boði. Hattar og ýlur verða á staðnum. Ljósmynd/BambúBar

Fjöldi Íslend­inga eyðir jól­um og ára­mót­um á Kana­ríeyj­um í ár eins og und­an­far­in ár. Þeir sem eru á Teneri­fe þurfa ekki að hafa áhyggj­ur af því að missa af skaup­inu sem sýnt verður á ís­lensku bör­un­um. 

Það lít­ur út fyr­ir að aðalára­mót­astuð Íslend­inga á Teneri­fe verði á ís­lenska barn­um Nostal­g­íu og á Bam­bú bar og bistro. Á Nostal­g­íu verður húsið opnað kl. 17.30 en þá byrj­ar krakka­s­kaupið á RÚV. Ára­móta­s­kaupið verður svo sýnt í beinni út­send­ingu á 6 skjá­um bæði úti og inni með öfl­ugu hljóðkerfi. „Eins og und­an­far­in ár verða trú­lega nokk­ur hundruð manns hjá okk­ur,“ seg­ir Her­dís Hrönn Árna­dótt­ir á Nostal­g­íu. Til­boð verða á barn­um, karíókí og lík­lega ís­lensk­ur trúba­dor. „Síðan verður flug­eld­um skotið upp af strönd­inni. Þetta verður gaml­ár­spartí fyr­ir alla fjöl­skyld­una.“

Gamlárspartí fyrir alla fjölskylduna verður í boði á Nostalgíu. Krakkaskaupið …
Gaml­ár­spartí fyr­ir alla fjöl­skyld­una verður í boði á Nostal­g­íu. Krakka­s­kaupið og ára­móta­s­kaupið verður sýnt á staðnum, flug­eld­um skotið upp frá strönd­inni og karíókí. Ljós­mynd/​Nostal­g­ía


Á Bam­bú bar og bistro verður húsið opnað kl. 19 og þar verður ís­lenska Ára­móta­s­kaupið sýnt. „Þetta verður eins og gott partí heima í stofu,“ seg­ir Halla Birg­is­dótt­ir, eig­andi Bam­bú, sem er búin að birgja sig upp af ýlum, hött­um og skrauti. Ekki verður boðið upp á mat þetta kvöld en hins­veg­ar verður snakkseðill í boði. „Það eru bara nokk­ur skref niður á strönd og þangað verður farið á miðnætti til að fylgj­ast með flug­eld­un­um.“

Íslendingar geta skálað yfir íslenska áraskaupinu á íslensku börunum Nostalgíu …
Íslend­ing­ar geta skálað yfir ís­lenska ára­s­kaup­inu á ís­lensku bör­un­um Nostal­g­íu og Bam­bú bar á Teneri­fe. Ljós­mynd/​Bam­bú bar

Stutt frá Bam­bú er staður­inn St. Eu­gens  en þar verður ekk­ert sér­stakt ís­lenskt í boði þetta kvöld, bara allskon­ar atriði á sviðinu og stuð að vanda. Bar­inn í Los Cristianos verður lokaður á gaml­árs­kvöld enda aðal­fjörið nær strönd­inni en El Paso veit­ingastaður­inn verður op­inn. „El Paso verður op­inn eins og venju­lega með okk­ar a la carte mat­seðil þannig að fólk get­ur valið sér það sem það vill og þarf ekki að kaupa rán­dýr­an jóla- eða ára­móta­seðil,“ seg­ir Ní­els Haf­steins­son, einn eig­enda El Paso, en veit­ingastaður­inn er við Castle Har­bour-hót­elið í Los Crisi­tanos. 

HÉR má lesa nán­ar um alla ís­lensku bar­ina fimm á Teneri­fe.

Vertarnir á Nostalgíu taka árlega við hundruðum íslendinga á gamlárskvöld …
Vert­arn­ir á Nostal­g­íu taka ár­lega við hundruðum ís­lend­inga á gaml­árs­kvöld enda fjöl­marg­ir sem kjósa að eyða jól­um og ára­mót­um úti. Ljós­mynd/​Snæfríður Inga­dótt­ir



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert