Mistök sem ferðamenn gera í París

París er gríðarfalleg.
París er gríðarfalleg. Ljósmynd/Pexels

Það get­ur verið ákveðinn höfuðverk­ur að skipu­leggja ferðalag til staða sem maður hef­ur aldrei áður komið til. Borg­in Par­ís er gríðarlega vin­sæll áfangastaður ferðamanna og margt hægt að sjá og gera í borg­inni. 

Huff­ingt­on Post hef­ur tekið sam­an nokk­ur mis­tök sem marg­ir ferðamenn gera þegar þeir koma til borg­ar ástar­inn­ar. 

Reyna að gera of mikið 

Par­ís er stór og á hverju horni er eitt­hvað áhuga­vert að ger­ast. Mis­tök­in sem allt of marg­ir ferðamenn gera er að reyna að sjá allt. Frek­ar er mælt með því að velja 2-3 hluti á hverj­um degi og ein­beita sér að því. Það er því frek­ar málið að dvelja leng­ur í borg­inni eða koma oft­ar. 

Segja ekki „bonjour“ þegar þeir ganga inn í versl­un

Það er al­menn kurt­eisi í Frakklandi að segja „bonjour“ eða góðan dag­inn þegar þú geng­ur inn í versl­un eða al­mennt ein­hvers staðar þar sem þú býst við að fá þjón­ustu. Það eyk­ur lík­urn­ar stór­lega á því að þú fáir góða þjón­ustu. 

Það er algjör óþarfi að kaupa passa að öllum söfnum …
Það er al­gjör óþarfi að kaupa passa að öll­um söfn­um borg­ar­inn­ar nema þú ætl­ir þér að fara á tvö söfn á hverj­um degi. Ljós­mynd/​Pex­els

Borða í flýti

Frakk­ar eyða mikl­um tíma í að borða. Ef þú ferð á veit­ingastað (ann­an en McDon­alds) ætt­irðu að gera ráð fyr­ir að minnsta kosti 60-75 mín­út­um. Þjó­usta get­ur líka gengið hægt fyr­ir sig og ekki gera mál úr því ef það tek­ur smá tíma að fá mat­inn. 

Skoða ekki af­greiðslu­tíma

Það er mælt með því að at­huga af­greiðslu­tíma áður en þú legg­ur af stað. Par­ís er ekki eins og New York þar sem allt er opið all­an sól­ar­hring­inn alltaf. Oft eru staðir lokaðir 1-2 daga í viku eða af­greiðslu­tím­arn­ir eru ekki al­menn­ir. Í ág­úst er sér­stak­lega mælt með því að fólk kíki á sam­fé­lags­miðla og skoði af­greiðslu­tíma bet­ur þar sem marg­ir fara í sum­ar­frí þá. 

Margir falla í þá gryfju að reyna að sjá alla …
Marg­ir falla í þá gryfju að reyna að sjá alla Par­ís á nokkr­um dög­um. Ljós­mynd/​Pex­els

Gera sjálfa sig að skot­marki vasaþjófa

Eins heill­andi og Par­ís er þá gleym­ist oft að hún er stór­borg. Í stór­borg­um leyn­ist oft óheiðarlegt fólk sem laum­ast í vasa ferðamanna og annarra. Það er mik­il­vægt að vera með öll verðmæti þar sem þú sérð þau eða get­ur haldið í þau. Það er líka mælt með því að nota hraðbanka sem eru inni í bönk­um en ekki við göt­una.

Kaupa óþarfa miða að söfn­um

Pass­ar sem veita þér aðgang að fjölda safna inn­an ákveðins tím­aramma eru pen­inga­sóun nema þú ætl­ir þér að fara á tvö söfn á hverj­um degi. Hægt er að kaupa miða á net­inu fyr­ir öll stærstu söfn­in í borg­inni og þá kemstu fram fyr­ir miðasöluröðina á staðnum. 

Kaupa brauð, vín og ost í stór­mörkuðum

Ljós­mynd­ar­inn og blogg­ar­inn Fré­déric Vielca­net ráðlegg­ur ferðamönn­um að kaupa brauð í baka­ríi, vín í vín­búð og ost í osta­búð. Þar séu gæðin tölu­vert meiri en í stór­mörkuðum. Þegar þú kem­ur inn í bakarí áttu að haga þér eins og heimamaður og segja „une bagu­ette de tra­diti­on bien cuite s’il vous plaît“. Borðaðu svo brauðið á bekk við göt­una eins og al­vöru Par­ís­ar­búi. 

Ekki gera ráð fyrir minna en klukkutíma í að borða …
Ekki gera ráð fyr­ir minna en klukku­tíma í að borða á veit­ingastað. Ljós­mynd/​Pex­els

Bóka hót­el ná­lægt Eif­fel-turn­in­um

Ekki falla fyr­ir túrista­gildrunni og velja stað sem seg­ist vera í grennd við Eif­fel-turn­inn. Fjöldi stórra hót­ela er í göngu­fjar­lægð frá turn­in­um en þau eru öll um­kringd túrista­búðum. Veldu frek­ar hót­el eða Airbnb í ein­hverju hverfi borg­ar­inn­ar og nýttu þér al­menn­ings­sam­göng­ur til að fara og skoða turn­inn.

Reyna að fara með bagu­ette og croiss­ants heim

Brauð og sæt­meti er ein­stak­lega gott í Frakklandi og því freist­andi að reyna að taka það með sér heim. Það er þó ekki mælt með því þar sem brauðið verður bara gam­alt og vont við ferðalagið. Held­ur er mælt með því að velja sér óskorið sveita­brauð og pakka því vel inn í papp­ír­s­poka.

Skoða bara stóru túrist­astaðina

Allt of marg­ir falla í þá gryfju að skipu­leggja heim­sókn sína til Par­ís­ar í kring­um stóru túrist­astaðina. Par­ís er hins veg­ar meira held­ur en ferðamannastaðir og full­kom­in borg til að ganga um og virða fyr­ir sér það sem er að ger­ast á minna þekkt­um stöðum. 

Götur Parísar eru einstaklega heillandi.
Göt­ur Par­ís­ar eru ein­stak­lega heill­andi. Ljós­mynd/​Pex­els
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert