Áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir er einstaklega hrifin af London og ferðast þangað reglulega. Lína tók saman nokkuð ráð sem gott er að hafa í huga þegar maður bókar sér ferð til höfuðborgar Bretlands.
Lína hefur farið oft og mörgum sinnum til London en dvelur ekki alltaf á sama hóteli. Um þessar mundir er hótelið Royal Lancaster í uppáhaldi hjá henni. Þaðan er hægt að ganga til Oxford Street, eina stærstu verslunargötu Lundúna. Nóttin á Royal Lancaster kostar frá 40 þúsundum íslenskra króna.
View this post on InstagramEinn daginn flyt ég hingað 🤷♀️ #london
A post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig) on Nov 24, 2019 at 7:44am PST
Hún segist vera mjög hrifin af Oxford Street en að þar geti oft verið mjög fjölmennt. Hún elskar líka Bond Street og Sloane Street. Ef fólk vill fara í verslunarmiðstöð mælir Lína með Westfield.
Lína mælir sérstaklega með kaffihúsum EL&N sem er hægt að finna víða um borgina. Hún mælir einnig með að fólk skelli sér í dögurð á Radio Rooftop. Aðrir veitingastaðir sem hún mælir með eru Coya, Sushi Samba, Buddah Bar, Hakkasan, Nobu, Sexy Fish og Ask Italian. Fyrir djamm mælir hún með staðnum Crique Le Soir.
View this post on InstagramA post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig) on Aug 21, 2019 at 12:08pm PDT
View this post on InstagramA post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig) on Aug 23, 2019 at 11:52am PDT