Á föstudaginn er Valentínusardagurinn, 14. febrúar. Það er snilldarhugmynd að gera eitthvað sniðugt þetta árið, hvort sem það er rómantík á íslensku sveitahóteli eða rómantísk helgarferð.
París er að sjálfsögðu borg ástarinnar en ástin getur vel blómstrað í öðrum borgum sem eru kannski ódýrari en höfuðborg Frakklands. Hægt er að finna ferð til London, Belfast og Vilníus fyrir um 30 þúsund á manninn.
Ferð til London frá föstudeginum 14. febrúar til mánudagsins 17. febrúar kostar 30 þúsund fram og til baka á manninn og því aðeins 60 fyrir parið.
Með EasyJet er hægt að fara til Belfast á Norður-Írlandi fyrir tæpar 28 þúsund krónur á manninn. Ferð frá 14. til 17. febrúar kostar því aðeins 56 þúsund fyrir par.
Með Wizz Air er hægt að fara til Vilníus í Litháen fyrir 26 þúsund krónur á manninn. Ferð frá 14. til 17. febrúar kostar því aðeins 52 þúsund fyrir par.
Sért þú hins vegar ákveðinn í því að skella þér til Parísar, borgar ástarinnar, Valentínusarhelgina mun það kosta aðeins meira. Með millilendingu í Vilníus í 14 klukkutíma er hægt að komast til Parísar fyrir 48 þúsund á manninn. Á heimleiðinni er líka millilent í 14 tíma í Búdapest.
Beint flug til Parísar með Icelandair kostar 133 þúsund á manninn og því 266 þúsund fyrir parið.
Einnig er hægt að finna flug með 6 klukkustunda millilendingu í Manchester á Bretlandi fyrir 74 þúsund á manninn sem gerir tæpar 150 þúsund krónur fyrir parið.
Verð miðuð við leitarniðurstöður Dohop.is 11. febrúar klukkan 12.