Búa í 28 ára gömlum húsbíl

Tommy, Danielle og hundarnir Missy og Trip.
Tommy, Danielle og hundarnir Missy og Trip. skjáskot/Instagram

Þau Danielle Boucek og Tommy Krawczewicz frá Banda­ríkj­un­um keyptu sér gaml­an hús­bíl árið 2017. Þau gerðu bíl­inn upp á um 8 mánuðum og hafa síðan þá brunað um þjóðveg­um Norður Am­er­íku.

Með þeim í för er hund­ur­inn Trip en hund­ur­inn Mis­sy féll frá fyr­ir skömmu. Vegna ástands­ins í heim­in­um í dag eru þau þó ekki á ferð um landið held­ur halda þau sig við Arizona-ríki og dvelja á bíla­plan­inu hjá vina­fólki sínu.

Danielle og Tommy keyptu Toyota Odyss­ey ár­gerð 1992. Þau völdu bíl­inn meðal ann­ars vegna þess að hann er ekki jafn stór­gerður og marg­ir hús­bíl­ar, þrátt fyr­ir að vera rúm­góður. Auk þess er hann spar­neyt­inn. 

Toyot­an þeirra er ein­stak­lega fal­leg og hafa þau gert hana ein­stak­lega smekk­lega að inn­an. Þau deila æv­in­týr­um sín­um á In­sta­gram, SlowCarF­ast­Home, og hafa gert frá því að þau lögðu í hann. 

Tommy og Trip.
Tommy og Trip. skjá­skot/​In­sta­gram
skjá­skot/​In­sta­gram
Eldhúsið þeirra er einstaklega fallegt.
Eld­húsið þeirra er ein­stak­lega fal­legt. skjá­skot/​In­sta­gram






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert