Hvernig áttu að leigja húsbíl?

Hvað þarftu að taka með í húsbílinn?
Hvað þarftu að taka með í húsbílinn? Ljósmynd/Pexels

Það eru ef­laust marg­ir að skoða þann val­mögu­leika að kanna landið okk­ar fal­lega í sum­ar á hús­bíl. Er­lend­ir ferðamenn hafa án efa verið í meiri­hluta síðustu ár þegar kem­ur að hús­bíl­um á þjóðveg­um lands­ins en í ár verður breyt­ing á því.

Þegar kem­ur að því að leigja hús­bíl er ým­is­legt sem þarf að hafa í huga. Það fyrsta sem þarf að leiða hug­ann að er hvort þú haf­ir kunn­átt­una til að keyra aðeins stærri bíl. Ef þú treyst­ir þér ekki í stór­an bíl bjóða bíla­leig­ur lands­ins upp á marga smærri kosti sem auðveld­ara er að keyra.

Önnur spurn­ing sem þú ætt­ir að spyrja þig er, hversu stór­an bíl þarftu? Þá er gott að vera kom­inn með grófa ferðaáætl­un í huga og vita hversu marg­ir verða í bíln­um. 

Bókaðu fram í tím­ann á net­inu

Þessi regla á við flest þegar kem­ur að ferðalög­um. Best er að bóka með nokkr­um fyr­ir­vara. Ef þú hef­ur tök á því að skipu­leggja fram í tím­ann ætt­irðu alltaf að gera það. Það eru þó ef­laust marg­ir að ranka við sér núna eft­ir sam­komu­bann og fatta að þeir eru ekki að fara til Teneri­fe eða Mall­orca í sum­ar. Það er þó aldrei of seint og víða hægt að finna hús­bíl á góðu verði fyr­ir sum­arið. 

Nýttu þér til­boð

Vegna ástands­ins í þjóðfé­lag­inu í dag eru marg­ar bíla­leig­ur með til­boð fyr­ir sum­arið. Til­boðin hjá flest­um eru tví­skipt, eitt verð fyr­ir síðustu helg­ina í maí og fram í júní og annað verð fyr­ir júlí og ág­úst. Nýttu þér þessi til­boð óspart. 

Best er að bóka fram í tímann, en nýttu þér …
Best er að bóka fram í tím­ann, en nýttu þér til­boð ef þú get­ur. Ljós­mynd/​Pex­els

Berðu sam­an til­boðin

Það er ekk­ert að því að taka ne­trúnt um helstu bíla­leig­ur lands­ins og bera sam­an til­boðsverðin. Það ætti í raun­inni að vera skylda ef þú ætl­ar að reyna finna hag­stæðasta til­boðið. Þú gæt­ir líka sent bíla­leig­un­um tölvu­póst og óskað eft­ir til­boðum. 

Gerðu ráð fyr­ir auka­kostnaði

Þótt þú haf­ir náð hús­bíl á góðu til­boði þýðir það ekki að kred­it­kortið sé komið í sum­ar­frí. Það þarf að kaupa olíu á bíl­inn. Það þarf líka að kaupa mat, því morg­un­verður er ekki innifal­inn í hús­bíl­um eins og á hót­el­um. Gerðu því ráð fyr­ir öllu þessu þegar þú tek­ur sam­an kostnaðinn fyr­ir ferðalagið. Þar að auki kost­ar það að dvelja á tjald­stæðum, en upp­hæðin er þó ekk­ert til að kvarta yfir til styttri tíma.

Hvað þarftu að taka með í hús­bíl­inn?

Það fer að sjálf­sögðu eft­ir þörf­um hvers og eins hverju þarf að pakka. Í hvernig ferð ertu að fara? Ætlarðu að græja all­ar máltíðir sjálf­ur í hús­bíln­um eða ætl­arðu að stoppa á veit­inga­stöðum og í sjopp­um?

Það er líka sniðugt að pakka léttu nesti til að hafa með í bíln­um svo þið þurfið ekki að stoppa í hverri ein­ustu vega­sjoppu. 

Hér er smá listi yfir hluti sem gæti verið gott að pakka:

  • Sæng­ur og kodd­ar/​svefn­pok­ar
  • Rúm­föt
  • Sund­föt og hand­klæði
  • Tusk­ur, viska­stykki, rusla­pok­ar
  • Sóp­ur og fægiskófla
  • Kló­sett­papp­ír og eld­húspapp­ír
  • Skyndi­hjálp­ar­kassi
  • Útil­egudisk­ar og glös
  • Dósa­upp­tak­ari
  • Pok­ar, álp­app­ír og ál­bakk­ar
  • Ferðagrill
  • Útil­egu­stól­ar og borð
  • Lampa og vasa­ljós
  • Sól­ar­vörn
  • Spila­stokk og ferðaút­gáf­ur af spil­um
  • Hleðslukubb, bíla­hleðslu­tæki og snúr­ur
Góða ferð.
Góða ferð. Ljós­mynd/​Pex­els
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert