Hvar geturðu farið í glæsilegu á Íslandi?

Camp Boutique í Gaulverjahreppi.
Camp Boutique í Gaulverjahreppi. skjáskot/Instagram

Glæsi­leg­ur (e. glamp­ing) hafa auk­ist í vin­sæld­um á síðustu árum. Glæsi­lega er í grunn­inn úti­lega með öll­um helstu lífs­gæðum sem finn­ast al­mennt ekki í úti­legu. Hér á Íslandi eru glæsi­leg­ur í boði á nokkr­um stöðum um landið. 

Í glæsi­legu er sofið, eins og nafnið gef­ur til kynna, í tölu­vert glæsi­leg­um tjöld­um. Tjöld­in eru gjarn­an upp­hituð og með al­menni­leg­um rúm­um í og al­menni­leg­um sæng­um og kodd­um eins og á besta hót­eli.

Orig­inal North

Orig­inal North er staðsett á Vaði í Þing­eyj­ar­sveit. Boðið er upp á fal­lega inn­réttuð tjöld með hús­gögn­um, upp­á­bún­um rúm­um, hita, raf­magni og þráðlausu neti. Á svæðinu er aðstöðuhús með snyrt­ing­um og sturt­um. Morg­un­mat­ur er fram­reidd­ur í upp­gerðri hlöðu á svæðinu þar sem lögð er áhersla á nýta afurðir af svæðinu. Grillaðstaða er á svæðinu en einnig eru létt­ar veit­ing­ar seld­ar á svæðinu.

View this post on In­sta­gram

@orig­inal­n­ort­hice­land #glamp­ing #ice­land #iceland­tra­vel #loves_ice­land @1stloveice­land

A post shared by Orig­inal­n­orth (@orig­inal­n­ort­hice­land) on Aug 16, 2019 at 5:35am PDT

Camp Bout­ique

Camp Bout­ique er staðsett á Lofts­stöðum Vestri í Gaul­verja­hreppi. Jörðin hafði verið í eyði í ára raðir þegar fjöl­skyld­an tók sig sam­an og gerði upp gamla bæ­inn sem hafði eyðilagst í Suður­lands­skjálft­an­um árið 2000. Þau bjóða upp á tvær týp­ur af tjöld­um, tveggja manna tjöld og fjöl­skyldu tjöld. Þau eru hönnuð fyr­ir ís­lensk­ar aðstæður og eru upp­hituð með raf­magn­sofn­um. Upp­á­bú­in rúm eru í tjöld­un­um og dýn­urn­ar eru upp­hitaðar. Sal­erni og sturtuaðstöðu er að finna í þjón­ustu­hús­inu. 

Glamp­ing í Þórs­mörk

Þórs­mörk er vin­sæll áfangastaður úti­vistar­fólks og nú geta þeir sem ekki eru hrifn­ir af hinni hefðbundnu úti­legu líka dvalið þar. Volcano Trails bjóða meðal ann­ars upp á gist­ingu í lúx­ustjöld­um en fyr­ir­tækið sér líka um að ferja ferðamenn yfir í Þórs­mörk. Þau bjóða upp á fal­lega inn­réttuð tjöld með upp­á­bún­um rúm­um. Tjöld­in eru upp­hituð. Veit­ingastaður­inn, bar­inn og sam­eig­in­leg sturt­ur, gufubað og sal­ern­isaðstaða er staðsett ör­stutt frá tjöld­un­um. Sam­eig­in­leg bað og sal­ern­isaðstaða.

View this post on In­sta­gram

Nature is turn­ing back to green, glamp­ings are rea­dy, all that is missing is you ;)

A post shared by Volcano Huts Ice­land (@volcanohuts) on Jun 2, 2020 at 1:06am PDT

 

Ice­land Yurt

Ice­land Yurt er staðsett á Eyjaf­irðinum. Þau bjóða upp á ekta yurt-tjöld frá Mong­ól­íu og eru tjöld­in inn­réttuð í mong­ólsk­um stíl. Tjöld­in eru búin upp­á­bún­um rúm­um og eru hituð upp með lít­illi kamínu.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert