Ókostir húsbílalífsins

Húsbíll getur verið skemmtilegur fararkostur.
Húsbíll getur verið skemmtilegur fararkostur. mbl.is/Colourbox.dk

Marg­ir hafa ferðast um í hús­bíl­um í sum­ar. En er eitt­hvað varið í það að vera á flakki allt árið þar sem veðrið er gott og búa hrein­lega í hús­bíl? Kost­irn­ir eru fjöl­marg­ir en gall­arn­ir fyr­ir­finn­ast líka eins og fram kem­ur í máli manns með reynslu á vef Insi­der.

Þér líður eins og risa á baðher­berg­inu

Það fer í taug­arn­ar á sum­um hversu lít­il baðher­berg­in eru. Fólk á það til að rek­ast utan í veggi og inn­rétt­ing­ar. 

Nauðsyn­legt að fara í stutta sturtu

Það er ekki hægt að slaka á í langri sturtu, að minnsta kosti ekki ef þú vilt fara í heita sturtu.

Það er flókið að elda inni í hús­bíln­um

Ofn­ar í hús­bíl­um eiga það til að vera litl­ir. Það get­ur einnig reynst erfitt að stilla hit­ann. Það get­ur líka orðið mjög heitt inni í hús­bíln­um þegar fólk reyn­ir að elda inni. 

Það þarf að fara oft í búð

Ef marg­ir búa í hús­bíln­um þarf fólk að fara oft í búð enda pláss í kæli ekki mikið. 

Lítið næði

Það er erfitt að fá næði frá öðrum sem búa með þér í hús­bíln­um. Þú get­ur bara lokað þig af inni á baði auk þess sem ekki hægt að eiga nein leynd­ar­mál. Það er ekki endi­lega meira næði fyr­ir fram­an bíl­inn þar sem oft eru marg­ir á tjaldsvæðum þar sem hægt er að kom­ast í raf­magn. 

Það er oft stutt í næsta bíl og því lítið …
Það er oft stutt í næsta bíl og því lítið næði inn­an­dyra sem ut­an­dyra. Ljós­mynd/​Colour­box.dk

Það get­ur verið erfitt að sofa

Það er ekki hægt að læðast á kló­settið á nótt­unni, allt heyr­ist. Einnig geta verið læti úti. 

Netið ekki alltaf hratt

Það fer eft­ir því hvar þú ert hversu gott netið er. 

Hvorki þvotta­vél né þurrk­ari

Það get­ur verið pirr­andi að hafa hvorki þvotta­vél né þurrk­ara.

Dýrt 

Það er kannski ódýr­ara að gista í hús­bíl en á hót­eli en það er hins veg­ar tölu­vert kostnaðarsam­ara að keyra hús­bíl en hefðbund­inn fjöl­skyldu­bíl.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert